Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014:

Vestmannaeyjabær skilar jákvæðum rekstarafgangi áttunda árið í röð

16.Apríl'15 | 20:46

Vestmannaeyjabær

Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014 hafa nú verið birtir. Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.084 m.kr. og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.999 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði var því jákvæð um 85 milljónir.

Samdráttur í tekjum

Tekjur dragast nokkuð saman á milli ára og fara úr 4.126 milljónum í 4.084 milljónir.  Mestu munar þar um að tekjur vegna útsvars lækka nokkuð.  Slíkt þarf þó ekki að koma óvart enda laun í Vestmannaeyjum nánast bein afleiða af verðmæti lands afla.  Verðmæti landaðs afla í Vestmannaeyjum fór úr 17 milljörðum árið 2013 í 14 milljarða árið 2014.  Því miður á það við um allt land þar sem heildarverðmæti sjávarafla á landinu öllu var 136 milljarðar árið 2014 en 153 milljarðar árið 2013.

Eftir sem áður bera ásreikningar 2014 það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gengur vel. Veltufé aðalsjóðs frá rekstri var 549 milljónir og veltufé frá rekstri samstæðu var 610 milljónir.

 

Greitt niður skuldir uppá 5300 milljónir á 9 árum

Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5300 milljónir síðan 2006.  Heildar vaxtaberandi skuldir pr. íbúa af samstæðu eru nú um130 þúsund. Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.

Á sama hátt hefur allt kapp verið lagt á að greiða upp skuldbindingar og var stærsta skrefið í því tekið árið 2013 þegar eignir Vestmannaeyjabæjar voru keyptar til baka af Fasteign hf. Skuldahlutfall sveitarfélagsins eins og það er skilgreint í 64 gr. sveitarstjórnarlaga er nú komið í 101% hjá A-hlutanum og 102% hjá samstæðunni. Í lok árs 2011 var þetta hlutfall 164% hjá A-hluta og 155% hjá samstæðunni. Hámarkshlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150 %.

 

Eignir uppá 10 milljarða

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 9.996 m.kr. í árslok 2014, þar af var handbært fé upp á 2.076 m.kr.. Á árinu 2014 hækkaði handbært fé samstæðunar um 79 milljónir.

Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 9,47 og eiginfjárhlutfallið er 65,24%.  Veltufjárhlutfall samstæðu er 5,08 og eiginfjárhlutfall þess 58,31%.

Þessi niðurstaða er bæjarstjórn fyrst og fremst hvatning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda og útgjaldahliðinni. Vandaður rekstur er það sem helst tryggir öfluga og góða þjónustu.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).