Skoðað að fá öflugt dýpkunarskip erlendis frá

16.Apríl'15 | 09:59

Staðan í Landeyjahöfn er grafalvarleg. Nú er komið fram yfir miðjan apríl og lítið sem ekkert hefur verið dýpkað það sem af er ári. Eyjar.net ræddi við Sigurð Áss Grétarsson, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar um málið.

Sigurður sagði að staðan væri óásættanleg. Hann gerir sér grein fyrir að aðstæður eru erfiðar fyrir dýpkunarskip Björgunar á svæðinu en þó sé munur á hvort um flóð eða fjöru sé að ræða. Miðað við ölduhæð þar í nótt og í dag sé að hans mati vel hægt að dýpka á flóði.

Skipin eru hinsvegar bundin við bryggju. Annað í Þorlákshöfn og hitt hér í Eyjum. Sigurður Áss viðurkennir að þetta séu honum vonbrigði og það sé ljóst að verktakinn treysti sér ekki til að dýpka þrátt fyrir að ölduhæð sé undir 2 metrum. Það þurfi því að leita annara lausna til að tryggja það að höfnin geti opnað sem allra fyrst.

Horfa til útlanda eftir öflugra skipi.
Heimildir Eyjar.net herma að kannað hafi verið með öflugt dýpkunarskip erlendis frá, sem hægt sé að fá til verksins með skömmum fyrirvara. Sigurður Áss staðfestir að aðrir kostir hafi verið skoðaðir. Ljóst sé að það þurfi að bregðast hratt við núverandi ástandi - til að tryggja að Herjólfur geti farið að sigla í Landeyjahöfn sem allra fyrst.

 

Uppfært kl. 11.35.

Perlan er nú lögð af stað í átt til Landeyjahafnar frá Þorlákshöfn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.