Bæjarstjórn ályktar um samgöngumál:

Skaðinn nú þegar orðinn gríðarlegur

- Kalla eftir áhuga og aðgerðum þingmanna

16.Apríl'15 | 18:52

Nú stendur yfir fundur hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þar var til umræðu það ófremdar ástand sem nú er uppi í samgöngumálum. Samþykkt var samhljóða eftirfarandi ályktun:

Ályktun
Bæjarstjórn Vestmannaeyja minnir samgönguyfirvöld enn og aftur á válega stöðu Landeyjahafnar. Nú þegar ferðamannatíminn er að hefjast hefur enn ekki verið hafist handa við dýpkun svo neinu nemi. Seinustu daga hefur veður verið með ágætum og ölduhæð niður í 1,5 metra. Samt hefur ekki verið hægt að hefja dýpkun. Með sama áframhaldi má búast við því að fullt dýpi náist ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí. Nú þegar er skaðinn af stöðunni orðinn gríðarlegur. Bæjarstjórn ítrekar því fyrri óskir um að allra leiða verði leitað til að opna höfnina svo fljótt sem verða má. Dugi þau tæki sem til eru á Íslandi ekki til, verður tafarlaust að fá til verksins öflugri tæki erlendis frá.
Þá minnir bæjarstjórn samgönguyfirvöld og ríkisstjórn enn fremur á að skv. fjárlögum á að bjóða út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju á fyrrihluta yfirstandandi árs.  Þeirri vinnu þarf því að ljúka á næstu 6 vikum ef virða á fjárlög.
Bæjarstjórn kallar eftir áhuga og aðgerðum þingmanna og þá sérstaklega þeirra sem kjörnir eru í Suðurkjördæmi. Samgöngur eru á ábyrgð og verksviði ríkisins og mikilvægt að þingmenn og samgönguyfirvöld axli þá ábyrgð sem slíku fylgir. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.