Hrafnhildur tekur við kvennaliði ÍBV

15.Apríl'15 | 07:51
Hrafnhildur_Ester

Hrafnhildur ásamt fyrirliða ÍBV, Ester Óskarsdóttur

Hrafn­hild­ur Ósk Skúla­dótt­ir, fyrr­ver­andi fyr­irliði ís­lenska landsliðsins, tek­ur við þjálf­un kvennaliðs ÍBV að lok­inni yf­ir­stand­andi leiktíð. Lík­legt er að gengið verði op­in­ber­lega frá ráðningu Hrafn­hild­ar Óskar í dag eða á morg­un.

 Hrafn­hild­ur Ósk tek­ur við af Jóni Gunn­laugi Viggós­syni sem ákvað fyr­ir nokkru að hætta þjálf­un Eyjaliðsins við lok leiktíðar. ÍBV er enn með í úr­slita­keppn­inni og mæt­ir deild­ar­meist­ur­um Gróttu í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins þegar úr­slita­keppn­in hefst í næstu viku. Jón Gunn­laug­ur lýk­ur því verk­efni áður en hann kveður ÍBV-liðið eft­ir tveggja ára starf.

Hrafn­hild­ur Ósk þreyt­ir þar með frum­raun sína í þjálf­un í meist­ara­flokki með því að stýra liði ÍBV, sem hef­ur verið í fremstu röð kvennaliða hér á landi síðustu árin. Hún hef­ur áður þjálfað yngri flokka stúlkna.

 

Nánar má lesa um málið inná mbl.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.