Háskólakennsla og sjávarklasi

15.Apríl'15 | 17:30
IMG_4037-001

Sigurður Ingi, Ragnheiður Elín, Illugi og Hildur Sólveig

Líkt og Eyjar.net greindi frá í morgun var hátíðarfundur í bæjarráði Vestmannaeyja í dag. Fundurinn var númer 3000 og var hann tileinkaður eflingu háskóla- og fræðastarfs í Vestmannaeyjum.

Að fundi loknum var skrifað undir viljayfirlýsingu um að komið yrði á fót háskóladeild í Vestmannaeyjum á sviði hafsækinnar nýsköpunar á vegum Háskólans í Reykjavík.  Meðal annars er horft til þess að kennsla á BA/BS stigi geti hafist á haustönn 2016.  Undir viljayfirlýsinguna skrifuðu  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Fyrr hönd Vestmannaeyjabæjar skrifaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti bæjarstjórnar undir.

Á fundinum var jafnframframt skrifað undir viljayfirlýsingu milli Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja (ÞSV) um að ÞSV verð afhent 2. hæð Fiskiðjunnar (um 1000 m2) sem næst því að hún sé tilbúin undirtréverk.  Þar stefnir ÞSV að því að starfrækja þekkingarklasa með áherslu á nýsköpun, fjarnám og sjávarútvegstengda starfsemi undir hatti "Sjávarklasa Vestmannaeyja".

 

IMG_4013

Bæjarráð Vestmannaeyja

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.