Háskóladeild frá HR í Fiskiðjuhúsið

Áætla að kennsla geti hafist haustið 2016

15.Apríl'15 | 06:51

Í hádeginu í dag er hátíðarfundur bæjarráðs Vestmannaeyja í tilefin af því að þessi fundur ráðsins er sá 3000. í röðinni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net verður hátíðarfundurinn tileinkaður eflingu Háskólanáms í Vestmannaeyjum.

Á fundinn er von á þremur ráðherrum, þeim Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá mun Ari Kristinn Jónsson rektur við HR einnig mæta til fundarins. Eftir því sem heimildir Eyjar.net komast næst verður á fundinum skipaður stýrihópur sem falið verður það verkefni að koma á fót háskóladeild frá HR hér í Vestmannaeyjum þar sem meiningin er að kenna Sjávarútvegstengda nýsköpun (Marine and Bio Innovation) til BS prófs.  Hópurinn mun verða skipaður þungaviktarfólki úr bæði Háskóla- og fræðigeiranum sem og fagfólki á svið nýsköpunar og munu áætlanir gera ráð fyrir því að kennsla hefjist á haustönn 2016.

Einnig skrifað undir við Þekkingarsetrið

Þessar sömu heimildir herma að á fundinum verði einnig skrifað undir samkomulag við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um að setrið fái til afnota 2. hæð Fiskiðjunnar og muni þar stefnt að því að efla enn frekar starfsemi Þekkingarsetursins og þá undir merkjum Sjávarklasans í Vestmannaeyjum. Til skoðunar er einnig að hið nýja háskólanám verði á þriðjuhæð Fiskiðjunnar og jafnvel sé stefnt að því að nýta gömlu verðbúðirnar sem heimavist og gestastofur í tengslum við annað starf í húsinu. Jarðhæð hússins mun hugsuð undir blautaðstöðu og síðar jafnvel sem nýja aðstöðu fyrir Sæheima. 

Með þessu mun Vestmannaeyjabær vera að bregðast við þeim áhyggjum sem Eyjar.net hafa áður gert grein fyrir og felst í fækkun starfa og aukinni einhæfni í atvinnulífi.

Nánar verður fjallað um þessi ánægjulegu tíðindi hér á Eyjar.net á næstu dögum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.