Fréttatilkynning:

Fjölbreytt starf Hrafnhildar fyrir ÍBV

kemur að mótun yngri leikmanna auk þess að þjálfa meistaraflokk

15.Apríl'15 | 20:46
P_20150415_002

Karl Haraldsson handsalar samninginn við Hrafnhildi.

Handknattleiksráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Hrafnhildar Skúladóttur sem þjálfara mfl. og unglingaflokks kvenna ÍBV í handknattleik auk þess sem hún kemur að mótun yngri leikmanna í gegnum akademíu ÍBV, FÍV og GRV.

Samningurinn er til tveggja ára og munu Hrafnhildur, fjölskylda flytja á Eyjuna fögru öðruhvoru megin við glæsilega Þjóðhátíð ÍBV í byrjun ágúst.

Hrafnhildi þarf varla að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Hún er fæddur sigurvegari og er fjórfaldur Íslands- og deildarmeistari, þrefaldur bikarmeistari og er leikjahæst allra landsliðskvenna með 170 landsleiki auk þess að vera markhæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 630 mörk.

Hrafnhildur ólst upp í Bakkahverfinu í Breiðholtinu og hóf sinn feril með ÍR í sama hverfi. Hún lék síðar með FH við góðan orðstý áður en hún hóf að raða titlum í bikaraskápa að Hlíðarenda með Val. Hrafnhildur lék um árarraðir sem atvinnumaður í Danmörku og Noregi.

ÍBV býður Hrafnhildi velkomna til starfa og alla fjölskylduna til eyja.

ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%