Fréttatilkynning:

Fjölbreytt starf Hrafnhildar fyrir ÍBV

kemur að mótun yngri leikmanna auk þess að þjálfa meistaraflokk

15.Apríl'15 | 20:46
P_20150415_002

Karl Haraldsson handsalar samninginn við Hrafnhildi.

Handknattleiksráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Hrafnhildar Skúladóttur sem þjálfara mfl. og unglingaflokks kvenna ÍBV í handknattleik auk þess sem hún kemur að mótun yngri leikmanna í gegnum akademíu ÍBV, FÍV og GRV.

Samningurinn er til tveggja ára og munu Hrafnhildur, fjölskylda flytja á Eyjuna fögru öðruhvoru megin við glæsilega Þjóðhátíð ÍBV í byrjun ágúst.

Hrafnhildi þarf varla að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Hún er fæddur sigurvegari og er fjórfaldur Íslands- og deildarmeistari, þrefaldur bikarmeistari og er leikjahæst allra landsliðskvenna með 170 landsleiki auk þess að vera markhæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 630 mörk.

Hrafnhildur ólst upp í Bakkahverfinu í Breiðholtinu og hóf sinn feril með ÍR í sama hverfi. Hún lék síðar með FH við góðan orðstý áður en hún hóf að raða titlum í bikaraskápa að Hlíðarenda með Val. Hrafnhildur lék um árarraðir sem atvinnumaður í Danmörku og Noregi.

ÍBV býður Hrafnhildi velkomna til starfa og alla fjölskylduna til eyja.

ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.