50 milljarðar á 30 árum

- Staðan í dag hefur alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið

14.Apríl'15 | 17:06
Ási_vísir

Mynd: Vísir

Ásmundur Friðriksson þingmaður kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag. Þar talaði hann um ömurlega stöðu í sjósamgöngum til Vestmannaeyja. Þá benti hann á útreikninga sem eru áhugaverðir og snúa að kostnaði við skipasiglingar á móti jarðgangnagerð.

Hér er ræða Ásmundar:

Enn á ný ætla ég að ræða Landeyjahöfn í þessum sal. Það stefnir allt í að frátafir frá höfninni verði núna 151 dagur í það minnsta frá því hún lokaðist í lok nóvember 2014 og ekki eru líkur til þess að hún opnist fyrr en um næstu mánaðamót. Það eru fimm heilir mánuðir sem höfnin er frá og ekkert skip hefur nánast siglt þangað allan tímann, fyrir utan Víking sem hefur farið með farþega tvisvar á dag frá því í byrjun mars, eða um það leyti, en áður var höfnin algjörlega óskipgeng.

Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf í Vestmannaeyjum, hótel og ferðaþjónustu sem er að snarbyggjast upp eins og annars staðar á landinu. Það er í rauninni í algjört óefni komið með þær samgöngur, sem eru svo góðar þegar höfnin er annars í lagi.

Þetta hefur vakið athygli manna á því að dusta rykið af gömlum hugmyndum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þegar menn skoða kostnaðinn af því að leggja jarðgöng til Vestmannaeyja og reka Herjólf frá Landeyjahöfn í 30 ár kemur í ljós að á 30 árum þyrfti að byggja tvær nýjar ferjur til Vestmannaeyja, sem er um 10 milljarða kostnaður. Framlag frá ríkissjóði í 30 ár er 30 milljarðar og sanddæling við höfnina 9 milljarðar. Þetta kostar um 50 milljarða á 30 árum en gera má ráð fyrir að jarðgöng kosti á bilinu 30–50 milljarða.

Þau þarf að borga einu sinni en hitt þarf að borga síðan aftur og aftur á 30 ára fresti. Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. En það er ömurleg staða í samgöngumálum til Vestmannaeyja sem Vegagerðin verður að koma í lag sem fyrst.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.