Aðalfundur ÍBV íþróttafélags á morgun

13.Apríl'15 | 14:49

Annað kvöld verður aðalfundur ÍBV íþróttafélags haldinn í Týsheimilinu. Ein tillaga að lagabreytingu liggur fyrir fundinum en hún fjallar um fulltrúa deilda í aðalstjórn. Ráðin eiga í dag hvor sinn fulltrúa í aðalstjórn félagsins.

Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV sagði í samtali við Eyjar.net að lagabreytingin sé til að deildir geti skipt út sínum fulltrúa í aðalstjórn ef það verða breytingar í stjórn hjá þeim. Það er yfirleitt endurnýjað í ráðum í lok keppnistímabils og því eðlilegt að það sé hægt að skipta út fulltrúa í aðalstjórn við kjör nýrrar stjórnar.

Þá sagði hún að þrír stjórnarmenn í aðalstjórn gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu og hafa þrír aðilar tilkynnt framboð sitt. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður eins og áður segir í Týsheimilinu.

Lög félagsins má sjá hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.