Sjómennskan er ekkert grín

Myndband

12.Apríl'15 | 13:30
kapii_1_vsv

Kap II. Mynd vsv.is

Sjómaðurinn Sigurður Einar frá Vestmanneyjum náði nýlega að fanga meðfylgjandi myndskeið sem vakið hefur mikla athygli en þar má sjá vinnufélaga hans takast á við vægast sagt krefjandi aðstæður á hafi úti.

Myndskeiðið var tekið um borð í bátnum Kap II Ve sem er að sögn Sigurðar eldri bátur sem er nær eingöngu notaður í hrognuveiðar í lok vertíðar. Aðspurður segist hann lengi vel hafa séð í hvað stefndi sökum veðursins umræddan dag. Honum hafi því fundist tilvalið að grípa myndavélina og gefa fólki sýnishorn af sjómannsstarfinu. 

„Þetta er svona á þessum gömlu bátum því þeir eru mun lægri heldur en nýju bátarnir. Yfirleitt tekur nokkra klukkutíma að fylla og þegar báturinn er orðinn fullur þá sígur hann neðar og neðar þannig að óhjákvæmilega flæðir yfir dekkin. Þarna vorum við að klára og fylla og við svona aðstæður geta menn alveg átt von á því að fá gusu yfir sig. Við sjómenn höfum nú bara gaman af þessu, þetta er ævintýri fyrir okkur.“

Sjálfur er Sigurður með sjómannsblóð í æðum, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. „Þetta er í genunum. Mér hefur alltaf liðið einstaklega vel á sjó. Þegar maður er kominn úti á sjó er maður búinn að skilja allar áhyggjur og stress eftir í landi. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og félagskapurinn frábær. En óneitanlega er erfitt að vera svona mikið í burtu frá fjölskyldunni. Ég á átján mánaða dóttur og það er svo sannarlega ekkert auðvelt að vera frá henni.“

 

Pressan greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.