Guðmundur Þ.B Ólafsson skrifar:

Framkvæmdum í Landeyjarhöfn lýkur aldrei, nema til verksins komi aðilar sem ráða við það

10.Apríl'15 | 10:42

Árið er 2015, ef það skyldi hafa farið framhjá samgönguyfirvöldum, þingmönnum og öðrum  og ráðamönnum. Samgöngur við Vestmannaeyjar eru í ólestri, hafnarframkvæmd í Landeyjarhöfn er í ólestri, ekki að sjá að árið sé 2015.

Dýpkunarframkvæmdir, ef hægt er að viðhafa þá nafngift, eru eins og sprottnar fram úr forneskju, léleg tæki sem bila jafnvel áður en þau komast á áfangastað.

Það er ekki nóg að tala um að fá öflug tæki til dýpkunar og breyta aðferðum, eins og Sigurður Áss Grétarsson hefur sagt, en samt er enn baslað í sama farinu, árið er 2015. Það gagnast ekkert eins og sjá má.

Það er ekki nóg að koma með einhverjar yfirlýsingar í blöðum og eða bóka á fundum áherslur um breytt og skilvirkari vinnubrögð með betri tækjum og öðrum útfærslum til dýpkunar, eins og sjá má í samþykktum sem m.a. voru gerðar árið 2011, af bæjaryfirvöldum, árið er 2015. Það gagnast ekkert eins og sjá má.

Árið 1935 keypti Vestmannaeyjabær dýpkunarskip sem dugði í rúm 70 ár og bilaði lítið. Hefur lítil sem engin framþróun orðið?

Í gamla daga dældu menn í pramma, drógu þá síðan út á dýpri sjó og slepptu niður. Nú dæla menn í skip, sigla með sandinn út á dýpið og dæla svo aftur út. Er þetta það besta sem menn geta gert í dag árið 2015? megnið af tímanum fer í siglingar fram og til baka. Þó ég sé enginn sérfræðingur í dýpkunarmálum sé ég að núverandi aðferðir ganga ekki, sérstaklega á meðan náttúran hefur ekki tekið Landeyjarhöfn í sátt, eins og yfirvöld bíða eftir, reyndar virðist hún hafa tekið höfnina í ósátt. Hvers vegna er ekki dælt innan hafnar beint upp á land? Ef „græjurnar“ ráða ekki við það þarf þá ekki að leita annað? Hvers vegna eru ekki fengnir prammar sem dælt er í sem dregnir eru síðan út á dýpi á sama tíma væri verið að dæla í næsta pramma? Þetta gerðu menn hér í áratugi, grafskipið dældi í pramma og Léttir dró þá út. Ef þessi aðferð væri notuð væri verið að dæla stanslaust þann tíma sem veður leyfði. Og hvers vegna er ekki fengið öflugt dýpkunarskip sem ræður við verkefnið en slík verkefni eru næg í og við hafnir landsins? Hættum að notast við tæki sem ráða ekkert við verkefnið. Árið er 2015.

En allt ber þetta að sama brunni, sem er stóra málið, framkvæmdum við Landeyjarhöfn er ekki lokið og er höfnin einungis ynnri höfn. Því miður lýkur þeim framkvæmdum aldrei ef þeim aðilum hjá samgönguyfirvöldum, sem nú fara með ferðina, verður ekki vikið til hliðar og frá verkefninu.

Ekki falleg framtíðasýn og þess vegna þarf að finna leiðir og fá til verka aðila sem treysta sér til að ljúka verkefninu, víkja hinum frá, þeir hafa sýnt að verkefnið er þeim ofviða.

Nú er nóg komið, það þarf að breyta um kúrs og þó fyrr hefði verið, árið er 2015.

 

Guðmundur Þ. B. Ólafsson, íbúi í Vestmannaeyjum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.