Börnin töldu ýsu vera knattspyrnumann

7.Apríl'15 | 14:36

Ný könnun sem gerð var fyrir verslanakeðjuna Asda í Bretlandi leiðir í ljós mikið þekkingarleysi meðal barna á fiski.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vissi næstum fjórðungur barnanna sem spurður var ekki að ýsa væri fiskur. Sumir voru í þeirri trú að ýsa (e: haddock) væri nafn á leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þriðjungur aðspurðra þekkti ekki laxaflök á mynd þrátt fyrir sinn bleika og allt öðruvísi lit en á flestum öðrum þekktum fisktegundum, og töldu myndina sýna grísakótilettu eða nautasteik.

Eitt af hverjum tíu börnunum töldu að fiskurinn væri alinn í kjörbúðunum eða í tjörnum í görðum borganna. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is