Grindavik.net:

Upprifjun frá Eyjum

6.Apríl'15 | 11:24

Á vefsíðunni Grindavik.net er að finna Páska aflahrotu frá ritstjórn. Þar er rifjuð upp sú mikla vertíðarstemmning sem myndaðst hér í Eyjum á árum áður. Við birtum hér brot úr greininni.

Páskarnir eru frekar rólegir nú orðið. Þegar þeir sem að þetta rita voru að alast upp í Vestmannaeyjum var mikið líf og fjör í kringum páska. Vertíðin var í fullum gangi og það voru um eitt þúsund manns aukalega á eyjunni við vinnu. Öll plön voru full af fiski, nóg að gera. Eittþúsund manns þurfti til viðbótar til að vinna við það að bjarga verðmætum. Þetta fólk var að mestu á aldrinum frá sextán og til tuttugu og fimm ára. Þetta fólk var ekki bara að vinna. 

Skemmtistaðir iðuðu af lífi frá fimmtudegi til sunnudagskvölds. Margir minnast þessa tíma með söknuði.  Meðalaldur fólks í Vertíðarplássum lækkaði til muna en meðalhormónastarfsemi á hvern mann í plássinu jókst á móti. Það býður ýmsum hættum heim. Skemmtilegar uppákomur voru daglegt brauð og t.d er myndin Nýtt Líf er ekki bara skáldskapur. Hún var tekinn upp á vertíð. Meðal annars var slegið upp balli um miðjan dag á föstudaginn langa til að taka upp efni fyrir myndina. Menn muna þann dansleik misvel eins og aðra slíka. Fólki leiddist ekki enda voru páskar oft á hápunkti vertíðar.

Þetta var skemmtilegur tími og gaman fyrir þá sem náðu í skottið á honum, áður en allt breyttist.  Fólk hafði yfirleitt gaman af vinnunni. Allavega er það þannig í minningu flestra sem unnu á vertíð þessum tíma. Bátarnir komu dag eftir dag fullir af fiski. Vinnslustöðvarnar höfðu ekki undan við að vinna hráefnið. Keppnin var mikil á milli báta. Hver fiskaði mest á vertíðinni. Fólki leið eins og satt var að það væri að bjarga verðmætum. Í minningunni gleymast táfýlusokkar, blautir vettlingar, lítill svefn og þreyta. Gott vinnuframlag og frábær félagsskapur lifir lengur í minningunum. Þannig voru páskar í vertíðarplássunum Grindavík og Vestmannaeyjum. Líf, fjör og góður félagsskapur.

 

Greinina má lesa í heild sinni hér.

 

Hefur þú ábendingu um eitthvað sem gæti reynst fréttnæmt?

Fullur trúnaður – eyjar@eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).