Vilja ræða mál sparisjóðsins í efnahags- og viðskiptanefnd

1.Apríl'15 | 12:40

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að kanna þurfi aðkomu ríkisins að samruna Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa óskað eftir því að fulltrúar Fjármálaeftirlitsins verði kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að gera grein fyrir málinu.

Fjármálaeftirlitið gaf Sparisjóði Vestmannaeyja frest fram til síðastliðins föstudags til að bæta eiginfjárstöðu sína. Niðurstaðan var sú að Landsbankinn tók sparisjóðinn yfir á sunnudag.

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, segir að ekki hafi uppgötvast hversu slæm staða sjóðsins var fyrr en 19. mars síðstliðinn. „En það sem við gerum síðasta haust, stjórn sjóðsins, er að við förum í það að fá sérstaka úttekt á útlánasafninu. Við vorum að bregðast við fregnum frá öðrum sparisjóði síðasta sumar um að þar hefðu verið meiri afskriftir heldur en þau gerðu ráð fyrir áður. Þannig að við ákváðum í rauninni í fullri varúð í okkar vinnu að fara í sérstaka rannsókn og fullvissa okkur um að þetta væri í lagi.“

Þorbjörg segir að þá fyrst hafi komið í ljós hvernig komið var fyrir sjóðnum. Það hafi ekki verið leitt í ljós með reglubundnu eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Þaðan hafi borist álit oftar en einu sinni á ári að kröfusafnið væri ágætt.

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi að eftirlitið hefði virkað. „Þetta er eins og heilbrigðisþjónustan, þú getur veikst þó að það sé tekið tékk upp öðru hvoru hjá þér, þú verður að passa þetta sjálfur.“

 

Óska eftir að fulltrúar FME mæti á fund þingnefndar

Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingi, hefur óskað eftir því að fulltrúar Fjármálaeftirlitsins verði fengnir á næsta fund nefndarinnar til að gera grein fyrir atburðarásinni í kringum Sparisjóð Vestmannaeyja. Sérstaklega þurfi að fá upplýsingar um hvort eftirlitskerfi laganna um fjármálafyrirtæki virki með fullnægjandi hætti í ljósi þessara atburða og hvort lagaákvæði séu fullnægjandi.

Guðmundur Steingrímsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar, styður ósk Árna. Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstri grænna, vill einnig fá stjórnendur sparisjóðsins og fulltrúa Samkeppniseftirlitsins, á fundinn.

 

Segir kaupandann vita meira en seljandann

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman klukkan sex í kvöld til þess að ræða málefni sparisjóðsins, en bærinn var meðal eigenda í sjóðnum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að einkum þurfi að skoða aðkomu ríkisins. „Þegar Sparisjóður Vestmannaeyja er seldur eða rennur inn í Landsbankann, þá er kaupandinn að eigninni Landsbanki Íslands, með meiri upplýsingar um verðmætið heldur en seljendurnir.“

 

Rúv.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.