Ort í sandinn - seinni hluti

Lag: Á Sprengisandi Texti: Þórður þroskaði

1.Apríl'15 | 07:43

Nú birtum við seinni hluta af yrkisefninu ,,Ort í sandinn" sem samið er í tilefni af sandburðinum í Landeyjahöfn. Lagið er Á Sprengisandi og textinn er eftir Þórð þroskaða, eins og hann vill láta kalla sig!

Siglum, siglum, siglum beint í sandinn,

sífellt meiri grynningar ég lít.

Sama bullið – áfram vex þó vandinn.

Vegagerðin er í djúpum skít!

Útilegumenn! Við erum strand      ::

í Eyjum – komumst naumast upp á land!   ::

 

Þei, þei. Þei, þei. Enn má grautinn þykkja,

það má alltaf finna nýja leið:

Eðalferja, nú í eigu Grikkja,

Onassis víst sigldi henn´ um skeið!

Hve hún ristir grunnt er kannski nóg?   ::

Kannski þarf hún ekki nokkurn sjó?   ::

 

Tíðina jú gæti tekið langa,

tilraunin er vel þess virði þó:

Hafnardælur duglega ef ganga

og dæla öllum jarðveg út í sjó:

Þá vísast getum bráðum vaðið í land!   ::

Vegagerðin útvegi meiri sand!   ::

 

 

Veist þú um meistara – sem kannski á heima í Meistaradeildinni?

Sendu okkur þá línu á eyjar@eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.