Hvar er mátturinn?

1.Apríl'15 | 06:59

Eyjamaðurinn Viktor Scheving Ingvarsson skrifar forvitnilegan ritstjórnarpistil inná Grindavik.net undir fyrirsögninni ,,Hvar er mátturinn?". Við birtum hann hér í heild sinni:

 

Á undanförnum árum hef ég orðið mjög hugsi á yfir menntun, menntamönnum og menntastofnunum. Í kosningabaráttu sem ég tók þátt í ekki alls fyrir löngu var mikið rætt um hve allir væru orðnir menntaðir hjá bæjarfélaginu. Mennt er máttur,  er góður og gildur málsháttur. Ég veit samt að menntun ein og sér er ekki nóg til þess að skapa gott starfsfólk. Mátturinn liggur nefnilega í fleiru en menntun. Mátturinn er í núinu, kærleikurinn er magnaður, máttur viljans er þekktur og svo mætti lengi telja.  

Af hverju skyldi ég vera að fjalla um mennt og mátt. Jú mér finnst oft örla á hroka gagnvart því fólki sem ákveður að ganga ekki menntaveginn. Eða fólki sem er einhverjum þeim annmörkum háð að menntavegurinn er ill eða jafnvel ófær. Kannski ófær eingöngu vegna þess að fólk fær ekki rétta meðhöndlun á viðkvæmu æviskeiði. Þetta fólk hefur oft á tíðum blómstrað þegar það virkjar sína hæfileika í umhverfi sem hefur hentað því. Skólagangan skipti þá ekki öllu máli eftir allt saman.

 Georg Bjarnfreðarson er dæmi um máttlítinn menntamann. Hann er með fimm háskólapróf og kennsluréttindi á meðan að Jón Gnarr er með grunnskóla. Báðir eru seinast þegar að ég vissi í Ameríku. Georg að finna sjálfan sig á meðan Jón Gnarr án prófa og kennsluréttinda miðlar reynslu sinni við Háskóla. Báðir þekktir en hver hefur máttinn. Georg talaði af miklum „mætti“ og hroka niður til ómenntaðs fólks. Á meðan að Jón Gnarr hefur þótt afburðamaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þessar tvær persónur eru allt í kringum okkur. Þær búa líka í okkur sjálfum á einn eða annan hátt.  Það er rétt að taka það fram að ég hef hvorki hitt Jón Gnarr eða Georg Bjarnfreðarson í eigin persónu.

Niðurstaða mín er sú að skólaganga gagnast lítið ein og sér. Ef ég hef ekki innri styrk til að takast á við lífið. Ef ég hef ekki það til að bera að sína öðru fólki virðingu þá getur 10 í bóknámseinkunn orðið að olíu á eld virðingaleysis við fólk sem á það ekki skilið. Fólk sem hefur jafnvel miklu meiri og stærri hæfileika en ég sjálfur. Fólk sem hefur annan og betri mátt. Fólk sem að oft fær 10 í skóla lífsins.

Að lokum þetta. Ég þekki fullt af algjörlega frábæru menntafólki. Fólk sem að gefur af sér á hverjum degi. Það talar ekki um það með yfirlæti að einhver annar sé ekki menntaður. Það talar yfirleitt lítið um sína menntun. Það stendur ekki og fellur með prófskírteinum. Prófskírteinið gefur þér það að þú mátt vinna við ákveðið fag. Það ýtir þér úr vör. Það er mikils virði. Framhaldið er undir hverjum og einum komið. 

 

Viktor Scheving Ingvarsson

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).