Steinþór fundaði með starfsfólki í gær

31.Mars'15 | 06:49

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, fór til Vestmannaeyja í gær ásamt nokkrum stjórnendum bankans og fundaði með starfsfólki fyrrverandi Sparisjóðs Vestmannaeyja, stærstu stofnfjárhöfum og stjórn hagsmunasamtaka eldri stofnfjárhluthafa.

Fundurinn snerist um samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja sem tók gildi í fyrradag. "Það voru margar spurningar og þetta voru góðar umræður," segir Steinþór og bætir við að tilgangurinn með fundinum hafi fyrst og fremst verið að sýna starfsfólki og stofnfjárhöfum Sparisjóðsins virðingu og upplýsa þau um stöðuna.

Með samrunanum urðu allir starfsmenn sparisjóðsins starfsmenn Landsbankans. Landsbankinn tók þar með yfir allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina.

"Við gerðum grein fyrir atburðarás síðustu daga og upplýstum fundarmenn um breytta stöðu. Við munum svo fylgja þessu eftir með frekari upplýsingum til þeirra sem áttu Sparisjóðinn áður og nú eru hluthafar í bankanum," segir Steinþór. "Starfs

menn og stofnfjárhafar kunnu vel að meta að það væri upplýst en skilja ekki hvernig staða Sparisjóðsins hefur breyst."

Fyrst um sinn verður starfsemi sparisjóðsins óbreytt. Þá eru netbankar aðgengilegir eins og verið hefur.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.