Stjórnarformaður hugsi yfir eftirlitskerfinu

30.Mars'15 | 19:20

Um milljarður í eigin fé Sparisjóðs Vestmannaeyja hvarf við afskriftir á slæmu útlánasafni í útibúinu á Selfossi. Þetta segir fráfarandi stjórnarformaður sparisjóðsins. Hundruð milljóna hafi verið teknar út úr sparisjóðnum í áhlaupi á fimmtudag og föstudag.

Fjármálaeftirlitið gaf Sparisjóði Vestmannaeyja fram til föstudags til að bæta eiginfjárstöðu sína og í gær tók Landsbankinn sparisjóðinn yfir.

Aðspurð hvenær stjórninni var kunnugt um hversu slæm staðan á sparisjóðnum var segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja að það hafi ekki verið fyrr en 19. mars sem stjórnin fékk fyrstu viðvörun frá endurskoðanda sjóðsins.

Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins reyndist vera neikvætt um 1,1 prósent og hann því langt frá því að uppfylla kröfu Fjármálaeftirlitsins um 14,7% eiginfjárhlutfall.

„Ég er nú búin að spyrja sjálfa mig að því mjög oft. Það er alveg ljóst,“ segir Þorbjörg Inga aðspurð hvernig það gat gerst að stjórnin vissi ekki hvernig staðan var orðin. Hún segist hugsi yfir eftirlitskerfinu. „Eins og til dæmis innri og ytri endurskoðun sjóðsins, Fjármálaeftirlitið, hvernig þeirra aðkoma er að rekstri svona fjármálastofnana af því að við köllum þó eftir því og fáum álit um það oftar en einu sinni á ári að þetta kröfusafn sé ágætt.“

Megin ástæða slæmrar stöðu sjóðsins er að útlánasafnið á Selfossi var ofmetið. „Eigið fé sjóðsins var um milljarður áður en þetta hófst allt fyrir tæpum tveimur vikum og það nánast hvarf við þessa afskrift eða niðurfærslu.“

Í janúar var útibússtjórinn leystur frá störfum og kærður fyrir fjárdrátt. Verða frekari málaferli á hendur honum? „Miðað við niðurstöður þessarar greiningar finnst mér það persónulega ekki ólíklegt.“

Eftir fréttir á fimmtudag um slæma stöðu sparisjóðsins varð áhlaup á hann og við það versnaði staða sjóðsins til muna. Voru þetta hundruð milljóna? „Já þetta var alla vega, þetta var í því nágrenninu.“

Við fjárhagslega endurskipulagningu um áramótin 2010 og 2011 var skuldum sparisjóðsins breytt í lán og svo eigið fé. Hlutur ríkisins varð rúmur hálfur milljarður. „Eins og ég þekki þennan rekstur, búin að vera þarna inni í stjórninni í fjögur ár, get ég ekki tekið undir að það hafi verið óvarleg ákvörðun af hálfu ríkisins.“

 

Rúv.is greindi frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.