Andri Geir Arinbjarnarson, Eyjubloggari skrifar:

Sparisjóður seldur á slikk

30.Mars'15 | 16:29

Andri Geir Arinbjarnarson, verkfræðingur skrifar athyglisverða grein inná Eyjuna í dag. Þar fer hann yfir samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja. Við birtum hér grein Andra Geirs í heild sinni.

Það er ekki á hverjum degi sem ein verðmætustu viðskiptasambönd landsins eru seld á brunaútsöluverði.  En það gerðist um helgina þegar Sparisjóður Vestmannaeyja var seldur í “ekta” 2007 ferli, þar sem sami meirihluti sat báðum megin við borðið.

Nú eru Vestmannaeyjar ein stærsta og gjöfulasta verstöð landsins og líklega eru viðskiptasambönd per mann verðmætari þar en víðast hvar á landinu. Þegar fyrirtæki eru seld eru menn að kaupa framtíðina ekki fortíðina.

Fyrir banka sem er stútfullur af eigið fé er svona díll sending af himni ofan. Stofnfé eigenda Sparisjóðsins er enginn mælikvarði á virði hans í höndum Landsbankans.  Líklega hefði mun hærra verð fengist ef Sparisjóðurinn hefði verið seldur í faglegu og opnu söluferli.  Slíkt ferli hefði verið í þágu minnihlutans en ekki endilega meirihlutans.  Það er vegna þess að ríkið átti aðeins 55% af SV en á 98% af Landsbankanum og þar með fær dulinn hagnað minnihlutans til sín á endanum. Þetta er klassískt dæmi um hagsmunaárekstra í hlutafélögum þar sem minnihlutinn ber skertan hlut frá borði.  En í þetta sinn eru það ekki útrásarvíkingar sem standa að málum heldur ríkisstofnanir!  En á endanum er það stjórn sjóðsins sem ber mesta ábyrgð hér, enda ber henni að gæta jafnt að hag allra eigenda.

Það er vel skiljanlegt að menn í Eyjum séu fúlir og fullt tilefni fyrir bæjarstjórn að athuga málið og gera fyrirvara við þetta verðmat og ferlið allt.  Það ætti að vera lágmarkskrafa þegar svona er í pottinn búið að kalla inn óháðan 3ja aðila til að staðfesta verðmatið.

Þá ætti þessi gjörningur að minna menn á að það getur verið áhættusamt að vera minnihlutaeigandi í hlutafélagi þar sem ríkið fer með völd.

 

Greinin birtist á Eyjunni.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).