Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Hvað gerðist í Sparisjóðnum?

Er ekki full ástæða til rannsóknar?

29.Mars'15 | 10:45

Fréttir af slæmri stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja koma undirrituðum ekki mjög á óvart. Í lok nóvemer í fyrra skoðaði Eyjar.net stöðu sjóðsins undir yfirskriftinni „Þungur rekstur Sparisjóðsins“. Í kjölfarið var rætt við stjórnarformann Sparisjóðsins, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur.

Þar var sérstaklega spurt út í mat á eignasafni sjóðsins sem í dag virðist hafa verið mjög ofmetið.

Svar stjórnarformannsins var „Stjórn sjóðsins hefur ekkert tilefni til að ætla að eignasafn sjóðsins sé vanmetið miðað við stöðuna í dag en ljóst er að afskriftir útlána eru óhjákvæmilegur þáttur í rekstri sparisjóðsins svo sem annarra fjármálastofnana.  Endurskoðendur sjóðsins gerðu könnun á eignasafni við síðustu endurskoðun og munu þeir halda þeirri vinnu áfram til að tryggja að mat eignasafns sjóðsins sé sem næst raunverðmæti á hverjum tíma.“

Ljóst er að óvissa við mat á eignum er ekki ný af nálinni í Sparisjóð Vestmannaeyja. Því ekki virðist hafa verið tekið fullt tillit til þessa við endurskipulagningu sjóðsins árið 2010. Því vekur það furðu að formaðurinn skuli taka svona sterkt til orða er hún var spurð út í þetta fyrir einungis fjórum mánuðum. Þá vekur einnig athygli hvað FME hefur haft lítil afskipti af þessum lið því óvissa um matið virðist hafa blasað við allt frá árinu 2010 en ekkert er aðhafst fyrr en í lok árs 2014.

Einnig virðist sem útlánasafn sjóðsins hafi verið ofmetið en það ekki komið í ljós fyrr en í lok árs 2014 hjá fjármálaeftirlitinu.

 

Alvarlegt ef stofnfjárhöfum voru gefnar rangar upplýsingar.

Í viðtali við vefútgáfu Eyjafrétta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri:

„Fyrir fáeinum dögum fengum við fréttir um stöðu sjóðsins og komu þær sem reiðarslag fyrir okkur sem aðra heimamenn enda var okkur talin trú um að sjóðurinn stæði sterkur eftir endurreisn hans 2010.“

Af þessum orðum að dæma er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að ekki hafi allur sannleikurinn verið dreginn fram í sjóðnum – og í raun ekki farið fram sú endurskipulagning sem til þurfti árið 2010.

En eins og áður sagði eru það fyrst og fremst ofmat eigna og ofmat útlánasafns sem ekki virðist hafa verið fært í það horf sem nauðsynlegt var á þeim tíma.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net var ítrekað óskað eftir á aðalfundum sjóðsins á árunum eftir skipulagningu um sunduliðun á uppgjörum eftir útibúum sjóðsins. Ekki var orðið við þeirri beiðni.

 

Mörgum spurningum ósvarað

Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson vísar til þess að þegar að Vestmannaeyjabær hafi komið með aukið stofnfé árið 2010 hafi Vestmannaeyjabær fengið þær upplýsingar að staða sjóðsins væri traust eftir þá innspýtingu. Lífeyrissjóðurinn, Vinnslustöðin, Jötunn ofl. komu einnig með aukið stofnfé samtals á fjórða hundruð milljóna. Þá kom rúmur hálfur milljarður í aukið stofnfé úr ríkissjóði.

En nú vantar engu að síður rúman milljarð til viðbótar svo Sparisjóðurinn teljist starfhæfur.  

Þær spurningar vakna því - hvort að framangreindir aðilar hafi verið blekktir og þeim talin trú um að staða Sparisjóðsins hafi verið mun betri en raunin var.  Þá er einnig til þess að líta að árið 2007 lögðu stofnfjáreigendur Sparisjóðnum til á fjórða hundrað milljóna. Voru þær upplýsingar sem þessir aðilar lögðu til grundvallar um stöðu Sparisjóðsins réttar?

Staða núverandi stjórnar Sparisjóðsins hlýtur að vera til umræðu.  Hvenær fékk stjórnin upplýsingar um nýtt mat á útlánasafni Sparisjóðsins? Skyndilega hefur stjórnin 48 klukkustunda ráðrúm til að koma sjóðnum í var. Hvers vegna var ekkert upplýst fyrr?  Hvers vegna gefur stjórnin engar skýringar?  Er rangt mat á eignum sjóðsins á ábyrgð núverandi stjórnar?  Hvert er þá hæfi stjórnarinnar til sölu Sparisjóðsins?

 

Þarf ekki að krefjast rannsóknar á stöðu Sparisjóðsins?  Er ekki Vestmannaeyjabær og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja aðilar sem ættu að krefjast slíkrar rannsóknar? – enda aðilar sem hafa lagt Sparisjóðnum til skattfé og eignir lífeyrissjóðsfélaga.

 

Mikið af spurningum er ósvarað varðandi málið. Oft hefur verið krafist rannsóknar af minna tilefni en þessu.

 

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Ritstjóri.

 

Fleiri greinar frá höfundi:

Vegagerðin svarar ekki

Íbúalýðræði

Nýr vefur á gömlum grunni

Þökkum frábærar viðtökur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.