Elliði ósáttur við Fjármálaeftirlitið

29.Mars'15 | 19:00

Bæjarstjórn Vestmannaeyja verður að öllum líkindum boðuð til fundar á miðvikudag til að ræða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans.

 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu Rúv að þá verði tekin formlega afstaða til tilboðsins. Sjálfur sé hann ósáttur við framgöngu Fjármálaeftirlitsins, FME, í þessu máli, hann hafi ekkert út á Landsbankan að setja. Það sé aftur á móti margt í framkomu FME sem veki hjá honum spurningar. Vestmannaeyjabær á tíu prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja.

 

Stjórn fjármálaeftirlitsins ákvað í dag að heimila samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja án skuldaskila. Með ákvæðinu fær Fjármálaeftirlitið heimildir til að grípa til sérstakra ráðstafana í því skyni að takmarka tjón eða hættu á fjármálamarkaði. 

 

Rúv.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.