Elliði ósáttur við Fjármálaeftirlitið

29.Mars'15 | 19:00

Bæjarstjórn Vestmannaeyja verður að öllum líkindum boðuð til fundar á miðvikudag til að ræða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans.

 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu Rúv að þá verði tekin formlega afstaða til tilboðsins. Sjálfur sé hann ósáttur við framgöngu Fjármálaeftirlitsins, FME, í þessu máli, hann hafi ekkert út á Landsbankan að setja. Það sé aftur á móti margt í framkomu FME sem veki hjá honum spurningar. Vestmannaeyjabær á tíu prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja.

 

Stjórn fjármálaeftirlitsins ákvað í dag að heimila samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja án skuldaskila. Með ákvæðinu fær Fjármálaeftirlitið heimildir til að grípa til sérstakra ráðstafana í því skyni að takmarka tjón eða hættu á fjármálamarkaði. 

 

Rúv.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.