Hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda:

Skora á stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja

að boða tafarlaust til stofnfjáreigendafundar

27.Mars'15 | 10:04
sparisj_form3

Þorbjörg Inga er formaður stjórnar Sparisjóðsins

Stjórn Hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja sendi frá sér opið bréf til stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þar skorar stjórn Hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja á stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja að boða tafarlaust til stofnfjáreigendafundar og virða þær reglur sem gilda og upplýsa alla stofnfjáreigendur um stöðu mála.

Bréfið í heild sinni:

Í ljósi frétta af stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja sem við lásum á fréttamiðlum í dag vill stjórn Hagsmunasamaka eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri:

  • Ekki hefur enn verið kallað til fundar stofnfjáreiganda, þrátt fyrir að stjórn og stjórnendum Sparisjóðsins hafi verið kunnugt um stöðu Sparisjóðsins í nokkurn tíma.
  • Við eldri stofnfjáreigendur, sem lögðum Sparisjóðnum til stórfé til eflingar hans, hörmum að stofnfjáreigendur sitji ekki við sama borð varðandi uppýsingar um stöðu Sparisjóðsins.
  • Skv. áliti lögfræðings, sem er sérfræðingur í félagarétti, er meginregla félagaréttar um jafnræði hluthafa (í þessu tilviki stofnfjáreigenda) afdráttarlaus. Stjórninni ber að koma fram við alla stofnfjáreigendur með sama hætti. Af því leiðir að óeðlilegt er að stjórn sjóðsins miðli upplýsingum um fjárhagsstöðu hans til tiltekinna stofnfjáreigenda, en haldi upplýsingum frá öðrum, óháð eignarhluta.

Í ljósi ofanritaðs skorar stjórn Hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja á stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja að boða tafarlaust til stofnfjáreigendafundar og virða þær reglur sem gilda og upplýsa alla stofnfjáreigendur um stöðu mála.

 

Stjórn hagsmunafélags eldri stonfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.