Einsi Kaldi skrifar:

Kóriander og kasjúahnetuleginn skötuselur

fyrir 4-6

27.Mars'15 | 06:31

Þessa vikuna verður boðið uppá ljúfengann kóriander og kasjúahnetuleginn skötusel. Nú erum við að vinna hörðum höndum að nýjum matseðli fyrir sumarið. En á þeim þremur árum sem veitingarstaðurinn hefur verið starfræktur er þetta 14 matseðillinn sem þeir koma með. Þannig að ferskleikinn og hugmyndaflugið er aðalsmerki Einsa Kalda.

600 gr. skötuselur
2 tsk engifer maukað
2 hvítlauksgeirar maukaðir
1 tsk sítrónusafi
1 tsk salt
1/2 tsk chili krydd
1 dós kókosmjólk
20 stk kasjúahnetur
3 msk sólblómafræ
2 tsk kókosolía
1 stór hvítlauksgeiri maukaður
1/2 tsk túrmerik
nýmalaður pipar
1 tsk malað kúmin
1 tsk paprikukrydd
1 msk tómatmauk
2 stórir þroskaðir tómatar maukaðir í matvinnsluvél eða smátt saxaðir
1 1/2 tsk garam masala
1/4 bolli ferskt kóríander smátt saxað
salt eftir smekk

Sneiðið fiskinn niður í bita og setjið í skál með sítrónusafa, engiferi, hvítlauk, chilikryddi og salti. Blandið vel og látið liggja í marineringu í 30-40 mínútur.

Hellið 1 bolla af kókosmjólk í matvinnsluvél. Bætið kasjúahnetum og sólblómafræjum út í og blandið þar til hneturnar hafa maukast.

Hitið kókosolíu á pönnu og steikið hvítlaukinn á miðlungshita í 2-3 mínútur. Bætið þá túrmeriki, smá nýmöluðum pipar, möluðu kúmini, paprikukryddi á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Bætið þá tómatmauki og maukuðum tómötum út í og steikið í 2-3 mínútur í viðbót.  Bætið kókosmjólkurblöndunni á pönnuna og blandið vel. Látið suðuna koma upp. Bætið þá fiskinum út í og blandið vel. Bætið því næst garam masala, fersku kóríander og afganginum af kókosmjólkinni út í. Sjóðið í nokkrar mínútur, eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Saltið aukalega eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.