Júníus Meyvant verður á Þjóðhátíð

- Einnig Páll Óskar og Ný dönsk

27.Mars'15 | 06:48

Staðfest hefur verið að tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant muni troða upp á Þjóðhátíð í sumar. Júníus kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf í fyrra með lagin Color Decay. Júníus hlaut til dæmis verðlaun fyrir besta popplag ársins ásamt því að vera valinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Júníus Meyvant mun stíga í fyrsta skipti á stóra sviðið þegar hann treður upp í Herjólfsdal í sumar. Páll Óskar og Nýdönsk hafa einnig boðað komu sína í ár.

Hrifnastur af tjöldunum

Júníus, eða Unnar Gísli Sigmundarson, er borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum svo það kemur eflaust einhverjum á óvart að sjálfur hefur hann aðeins verið viðstaddur fjórar Þjóðhátíðir í gegnum tíðina. "Ég hlakka mikið til, þetta kom mér töluvert á óvart og hafði ég fram til þessa ekki endilega séð mig fyrir mér á sviðinu í dalnum."

Júníus sver af sér allan þjóðhátíðartrylling líkt og grípur margan Vestmannaeyinginn þegar verslunarmannahelgin nálgast. Hann segist þó vissulega hrifinn af hvítu tjöldunum sem alltaf standa sína pligt í dalnum á meðan hátíðin stendur: "Þrátt fyrir það á ég mikið af vinum sem taka Þjóðhátíð alla leið og henda til dæmis upp hvítum tjöldum, og ég hef sérstaklega gaman af að kíkja þangað. Þar er nóg að borða og iðulega mikið fjör," bætir hann við.

Reynsluboltar mæta

Hinn sívinsæli Páll Óskar mun einnig gleðja gesti í dalnum líkt og oft áður.

"Ég man ekki númer hvað þessi Þjóðhátíð er hjá mér," segir Páll Óskar léttur. Hann hefur magra fjöruna sopið þegar kemur að hátíðinni og átti til að mynda heiðurinn af þjóðhátíðarlaginu 2011, La Dolce Vita, sem hitti allrækilega í mark.

Mun Páll Óskar endurtaka leikinn frá því í fyrra þar sem hann spilar á hinu margrómaða Húkkaraballi sem fram fer á fimmtudeginum. Á föstudegi mun hann svo skemmta börnum á svæðinu og stíga svo loks á stóra sviðið í dalnum þegar kvölda tekur. "Þetta er einstök hátíð að svo mörgu leyti, staðsetningin, fyrirkomulagið og allt. Eyjamenn kunna að halda partí."

Þá hafa eilífðartöffararnir í Nýdönsk boðað komu sína, en þeir erum öllum hnútum kunnugir þegar kemur að útihátíðinni. Hljómsveitin steig síðast á svið í dalnum árið 2013. Þeir áttu jafnframt þjóðhátíðarlagið það sama ár, Iður.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.