Bæjarráð:

Bókað á víxl um greiðslur úr jöfnunarsjóði

24.Mars'15 | 15:31

Í bæjarráði í dag hélt áfram umræða sem hófst á síðasta bæjarstjórnarfundi um hvort Vestmannaeyjabær yrði af tekjum frá jöfnunarsjóði vegna þess að útsvarsprósentan væri ekki fullnýtt. Meirihluti Sjálfstæðismanna óskaði eftir að fá að sjá útreikninga frá fulltrúa E-listans sem styðja þeirra fullyrðingu.

Í svari E-listans segir m.a að ekki hafi verið getið um þetta í fundarboði og því gerir Stefán Óskar Jónasson, fulltrúi minnihlutans í bæjarráði alvarlegar athugsemdir við þennan lið. Ennfremur segir Stefán ,,Ég legg til að málinu verði frestað þar til tölur frá jöfnunarsjóði liggja fyrir og bæjarstjóra falið að fylgjast náið með framgangi mála".

Ljóst má vera að málið er því enn í töluverðum ágreiningi og hlýtur að verða kallað eftir svörum varðandi úthlutunarreglur jöfnunarsjóðsins.

 

Bókanir um málið má sjá hér að neðan:

Útreikningur E-listans sem styður fullyrðingu þeirra um áhrif lækkaðs útsvars á greiðslur úr jöfnunarsjóði. Vísað til bæjarstjórnarfundar 19. mars s.l.

Á síðasta fundir bæjarstjórnar 19. mars sl. fullyrti E-listinn að lækkun útsvars sem skilar um 70 milljónum í auknar ráðstöfunartekjur myndu verða til þess að Vestmannaeyjabær yrði af tekjum frá jöfnunarsjóði. Í framhaldi af þeirri fullyrðingu óskuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að E-listinn legði fram útreikninga sem styðja þá fullyrðingu á næsta fundi bæjarráðs.

E listinn leggur fram svohljóðandi bókun:
Ég geri alvarlegar athugsemdir við 1. liði í dagskrá fundarins. Málið er ekki sett fram að ósk minnihluta, ekkert samráð var haft við minnihluta vegna málsins og engin gögn liggja fyrir í fundarboði.

Í fundarboði er þess krafist að fulltrúar E- listans sýni útreikninga sem styðji fullyrðingu um áhrif á lækkun útsvars.
Það er ekki hlutverk E-listans að reikna út framlög jöfnunarsjóðs. Þau eru reiknuð út skv. reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Í reglugerðinni kemur fram hvernig mismunandi framlögum úr jöfnunarsjóði er úthlutað. Engar tölur hafa verið nefndar í þessu samhengi enda liggja þær ekki fyrir.
Úthlutun úr jöfnunarsjóði er háð mismunandi breytum. En í 8. gr. um jöfnunarframlög stendur að einungis komi til úthlutunar og greiðslu framlags hafi sveitarfélag fullnýtt heimild sína til álagningar útsvars.

Það er því ekki óeðlilegt að fulltrúar E-listans líti svo á að þegar Vestmannaeyjabær fullnýtir ekki tekjustofna sína, komi til skerðingar á framlögum úr jöfnunarsjóði.

Ég legg til að málinu verði frestað þar til tölur frá jöfnunarsjóði liggja fyrir og bæjarstjóra falið að fylgjast náið með framgangi mála.

Stefán Ó. Jónasson

D-listinn leggur fram svohljóðandi bókun:
Mál það sem hér um ræðir var sett inn í dagskrá bæjarráðs í samræmi við bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar og kemur því vart á óvart.
Fullyrðingar E-listans um áhrif á framlög jöfnunarsjóðs bera mikla vigt. Fulltrúar D lista geta ekki metið sannleiksgildi þessarar fullyrðingar nema þær séu studdar með útreikningum.

Sannarlega er það ekki hlutverk E-lista að reikna út framlög jöfnunarsjóðs. Það er hinsvegar klárt hlutverk E-lista að geta rökstutt fullyrðingar sem settar eru fram.

Nú ber hinsvegar svo við að E-listinn leggur ekki fram neina útreikninga til að styðja við fullyrðingar sínar.
Meirihluti bæjarráðs harmar framgöngu minnihlutans þar sem hann getur ekki sýnt fram á það að lækkun útsvars komi beint niður á framlögum frá jöfnunarsjóði líkt og fullyrt var af minnihluta á síðusta bæjarstjórnarfundi.

D-listi harmar þessa framgöngu og hvetur E-lista til að vanda betur vinnubrögð.

Páll Marvin Jónsson
Trausti Hjaltason

 

   

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-