Tillaga í bæjarstjórn:

Sameining leikskóla og íbúða fyrir eldri borgara

23.Mars'15 | 09:26
honnun_Anna_Kristin

Mynd úr lokaverkefni Önnu Kristínar

Jórunn Einarsdóttir lagði fram bókun í bæjarstjórn fyrir helgi þess efnis að Vestmannaeyjabær fengi á sinn fund Önnu Kristínu Magnúsdóttur, eyjamær sem útskrifaðist sem arkitekt frá Háskólanum í Álaborg. Lokaverkefnið hennar var sameining leikskóla og eldri borgara íbúða.

Þau eru með sameiginleg svæði þar sem leiðir æsku og eldri borgara liggja saman á vissum tímapunktum á degi hverjum.

 

Bókun Jórunnar Einarsdóttur um málið:

Í sumar útskrifaðist Anna Kristín Magnúsdóttir eyjamær sem arkitekt frá Háskólanum í Álaborg. Lokaverkefni hennar var sameining leikskóla og íbúða fyrir eldri borgara.

Hugmyndin finnst mér frábær og vel til þess fallin að skoða nánar. Sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem hér eru varðandi leikskólamál og húsnæðismál eldri borgara. Anna Kristín leggur áherslu á að lagt sé upp með það að markmiði að fá sem mest út úr báðum aldurshópum þar sem börnin færa þeim eldri orku og þau eldri geta miðlað visku sinni og kunnáttu til barnanna. Þessi þróun á að minnka æskudýrkun og varðveita tungumálið um leið. Hægt væri með þessu að slá tvær flugur í einu höggi og fara af stað með metnaðarfullt verkefni fyrir yngstu og elstu íbúa sveitarfélagsins. Það væri vel við hæfi að fá Önnu Kristínu til að kynna verkefnið fyrir bæjarstjórn líkt og hönnuður Eldheima gerði á sínum tíma en sú kynning leiddi til byggingu Eldheima.

Ég hef rætt við Önnu Kristínu og hún er tilbúin að fá að kynna fyrir okkur þessa hönnun sína.

Anna Kristín er væntanleg til Íslands í sumar og ég legg því til við bæjarstjórn, ásamt þeim sem að málið varðar að fá hana til að kynna verkefni sitt fyrr en seinna.

Ég legg því til að Anna Kristín verði boðuð til fundar við bæjaryfirvöld.

Jórunn Einarsdóttir

 

Lokaverkefni Önnu Kristínar

Lokaverkefnið mitt var sameining leikskóla og eldri borgara íbúða. Þau eru með sameiginleg svæði þar sem leiðir æsku og eldri borgara liggja saman á vissum tímapunktum á degi hverjum. Meginmarkmið þessarar hönnunar er að fá sem mest út úr báðum aldurshópum, þar sem börnin færa þeim eldri orku og þau eldri getað miðlað visku sinni og kunnáttu til barnanna. Þessi þróun á að minnka æskudýrkun og varðveita tungumálið um leið.

Hvað við kemur hönnuninni var innblástur fenginn frá hinum íslensku torfbæjum klæddum nýjum búningi. Það var endurtekið í gegnum alla bygginguna og áhersla lögð á þaklínuna, en hæðir og stærðir á þökunum voru hönnuð í samvinnu við innri rými byggingarinnar. Hönnunin á að gefa notendanum tækifæri á að blandast saman við arkitektúrinn og nota bygginguna sem hluta af iðjum dagsins. Burðarvirkið er einning sjáanlegt til þess að skapa hreinar línur og gefa skilning á uppbyggingu byggingarinnar.

 

Fyrri frétt Eyjar.net um lokaverkefni Önnu Kristínar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is