Sagnheimar og Sæheimar fá styrki

20.Mars'15 | 06:27

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2015, alls 108,6 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna tæplega 70 milljónir til einstakra verkefna en 39 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

 

Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 130 verkefni. Styrkjum er úthlutað til  86 verkefna og eru þeir frá 250.000 kr. upp í 2 milljónir króna.

Sagnheimar, byggðasafn fékk styrk vegna verkefnisins ,,Konur í Vestmannaeyjum í 100 ár (1915 ‐ 2015)". 1.250.000 kr er samtals í verkefna‐styrk. 1.000.000 er í rekstrarstyrk. Samtals hljóðar því styrkurinn uppá 2.250.000 kr.

Þá fengu Sæheimar ‐ Fiskasafn 1.000.000 kr í rekstrarstyrk úr sjóðnum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.