Fréttatilkynning:
Óbreytt miðaverð til ÍBV-félagsmanna
en hækkar hjá öðrum gestum á Þjóðhátíð 2015
20.Mars'15 | 08:29Verð aðgöngumiða að Þjóðhátíð 2015 hækkar hjá öllum gestum nema félagsmönnum ÍBV. Hækkunin er minnst hjá þeim sem kaupa í fyrri forsölu en mest hjá þeim sem kaupa fullu verði seint í júlí, að lokinni síðari forsölu. Það borgar sig því að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér aðgang!
Miðaverð hefur haldist óbreytt í þrjú ár eða frá 2012. Verðlag í landinu hefur á sama tíma hækkað umtalsvert og þar með framkvæmdakostnaður Þjóðhátíðar.
Tekjulind barna- og unglingastarfs ÍBV
Þjóðhátíð í Eyjum er langmikilvægasta fjáröflun ÍBV og helsti drifkraftur samkomunnar er gríðarlega umfangsmikið sjálfboðaliðastarf félagsmanna.
Frábært barna- og unglingastarf ÍBV nýtur góðs af tekjum af Þjóðhátíð og kostnaður við það hefur að sjálfsögðu aukist líka. Óhjákvæmilegt er því að hækka miðaverð í ár.
- Félagsmenn ÍBV njóta bestu kjara og geta keypt miða á 13.900 kr. til 5. júní.
- Unnt er að gerast félagsmaður ÍBV til 25. mars með því að senda tölvupóst á ibv@ibv.is og ganga frá greiðslu fyrir þann tíma.
Þjóðhátíðarnefnd hvetur væntanlega gesti til að notfæra sér afsláttarkjör í forsölu og huga líka að ferðum til að tryggja sér öruggt far.
Verðskrá og tímasetningar forsölu
|
Verð 2015 |
Eldra verð |
Sölutími |
Félagsmenn ÍBV |
13.900 kr. |
Óbreytt |
Til 5. júní |
Forsala 1 (fyrirtæki) |
15.900 kr. |
13.900 kr. |
Til 22. maí |
Forsala 2 |
18.900 kr. |
16.900 kr. |
Til 20. júlí |
Lokaverð |
22.900 kr. |
18.900 kr. |
Eftir 20. júlí |
Laugardagur |
13.900 kr. |
11.900 kr. |
Fer síðar í sölu |
Sunnudagur |
13.900 kr. |
11.900 kr. |
|
Sunnudagur félagsmenn |
11.900 kr. |
9.900 kr. |
Til 5. júní |
Laugardagur félagsmenn |
11.900 kr. |
- |
Til 5. júní |
Þjóðhátíðarnefnd
ÍBV íþróttafélags

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.