Barnavernd:

Fækkun tilkynninga

19.Mars'15 | 08:56

Fyrir fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs lá fyrir yfirlit frá yfirfélagsráðgjafa um tilkynningar barnaverndarmála 2014. Samtals bárust 115 tilkynningar á síðastliðnu ári sem er 31% fækkun frá fyrra ári og hafa tilkynningar ekki verið færri frá árinu 2006 þegar 111 tilkynningar bárust.

 

 

Bókun ráðsins um málið:

 

 

 

Sískráning barnaverndarmála 2014
Yfirlit yfir tilkynningar ársins 2014
Fyrir lá yfirlit frá yfirfélagsráðgjafa yfir tilkynningar á árinu 2014. Samtals bárust 115 tilkynningar á sl. ári sem er talsverð fækkun frá árunum á undan (31% fækkun frá fyrra ári) og hafa tilkynningar ekki verið færri frá árinu 2006 þegar 111 tilkynningar bárust.

Tilkynningum vegna vanrækslu og áhættuhegðunar barns fækkar mest en tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fækkar nokkuð minna.

Af einstökum hópum tilkynnenda fækkar tilkynningum hlutfallslega mest frá lögreglu annars vegar og hins vegar frá ættingjum, foreldrum eða barninu sjálfu. Á árinu 2014 voru mál 60 barna til vinnslu hjá starfsmönnum barnaverndar en árið á undan voru þau 67 talsins.

 

   

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.