Hópurinn Horft til framtíðar:

Skora á Innanríkisráðherra

17.Mars'15 | 11:12

Hópurinn „Horfum til framtíðar“ hefur síðustu mánuði unnið að því að samgöngur við Vestmannaeyjar verði lagfærðar. Meðal þess sem hópurinn hefur skoðað sérstaklega er grísk ferja sem Eyjar.net hefur fjallað ítarlega um. Við heyrðum í forsvarmönnum hópsins vegna niðurstöðu samgöngukönnunar MMR.

Hvað kom mest á óvart í könnuninni?

Hvað margir vantreysta þeim sem fara með málið og þá sérstaklega Vegagerðinni. Og hvað hópurinn“Horfum til framtíðar“ hafa talað fyrir hönd margra sem kemur skýrt fram í könnuninni.

Nú er traustið á ráðuneytið og Vegagerðina mjög lítið, hvað haldið þið að skýri það?

Fyrri yfirlýsingar og áætlanir hafa ekki staðist í víðasta samhengi.

Nú hafið þið talað fyrir stærri ferju, líkt og 83 % svarenda telja þurfa. Er von til þess, að ykkar mati að á þetta verði hlustað?

Að sjálfsögðu teljum við að þegar jafn stór hluti þeirra sem leitað var til eru á sama máli og við, er það skilda opinberra aðila að taka tillit til íbúa og fyrirtækja sem kalla á breytingar til framtíðar.

Staðreyndin er að í dag eru þegar byrjuð jaðaráhrif sem eru í þessu tilfelli: Vonleysi fólks um að biðlistar hverfi og þjóðvegur okkar verði ótakmarkaður til flutninga á fólki og vörum.

Í dag lesum við viðtöl við eigendur og forstöðumenn framsækinna fyrirtækja nýsköpunar í sjávarútvegi sem eru að hugsa sér til hreyfings. Þetta er grafalvarlegt mál og verður að veruleika ef ekki er gripið til róttækra ráðstafanna.

Eitthvað að lokum?

,,Hópurinn sem stendur að „Horfum til framtíðar“ eru venjulegir Eyjamenn með það eitt í huga að vilja bætt mannlíf og bættar samgöngur við Vestmannaeyjar. Við viljum standa jafnfætis við aðra íslendinga þegar kemur að samgöngum.

Þetta er ekki ósanngjörn krafa. Þjóðarframleiðsla á mann er hvergi meiri en í Vestmannaeyjum á Íslandi. Við viljum búa í Eyjum og forsendur eru að ekki sé litið á okkur sem jaðarhóp á Íslandi. Við viljum sjá ungt fólk sækja hingað til búsetu og forsendur þess eru jafnar og öruggar samgöngur.

Að lokum viljum við skora á Innanríkisráðherra að taka þetta mál til gagngerrar endurskoðunar og krefja undirstofnanir í þessu tilfelli Vegagerðina um að svara þeim spurningum um verkvinnslu Landeyjahafnar sem liggja fyrir og starfsmenn þar hafa neitað að svara.

Svar frá 2007 þremur árum áður en Landeyjahöfn var opnuð er ekki svör um staðreyndir heldur kenningar og áætlanir sem því miður hafa ekki staðist" segja þeir félagar í hópnum „Horfum til framtíðar“ að endingu.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).