Engar athugasemdir við deiliskipulag miðbæjar

17.Mars'15 | 06:49

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær var afgreidd tillaga nýs deiliskipulags miðbæjar. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir verslunarhúsnæði í Miðstræti, en þar er fyrirhugað að opna Bónusverslun. Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu.

Hér má sjá afgreiðslu ráðsins í heild sinni:

Deiliskipulag miðbæjar, 2. hluti.
Tekin fyrir að nýju tillaga deiliskipulags á miðsvæði sem unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. Tillagan sem er seinni áfangi miðbæjarskipulags gerir m.a. ráð fyrir verslunarhúsnæði í Miðstræti. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til 13. mars 2015.
Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu.
 
Ráðið samþykkir tillögu með tilvísan til 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

 

Endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja.

Einnig var á fundinum lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa er varðar tillögu til bæjarstjórnar um að bæjarstjórn taki afstöðu til þess að skipulagsráði verði falið að hefja undirbúningsvinnu endurskoðunar aðalskipulags Vestmannaeyja. Gera verður ráð fyrir því skv. erindi skipulagsfulltrúa að endurskoðun aðalskipulags taki allt að tveimur árum, segir í bókun ráðsins - sem samþykkir að mæla með því við Bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
 
 


 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is