Hönnuðir Eldheima fá viðurkenningu:

Sérstaklega vel hönnuð sýning

um sögulegan atburð sem snertir alla Íslendinga

14.Mars'15 | 14:03
eldheimar012-gagarin

Mynd: Gagarin.is

Hönnuðir Gagaríns sem hönnuðu Eldheima ásamt Axel Hallkeli Jóhannessyni fengu á dögunum viðurkenningu Félags íslenskra teiknara (FÍT) fyrir sýninguna. Flokkurinn sem verðlaunin komu í nefnist ,,Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun".

Í umsögn dómnefndar segir:

„Sérstaklega vel hönnuð sýning um sögulegan atburð sem snertir alla Íslendinga. Sögunni er miðlað á frumlegan og lifandi hátt þar sem sýningargestir taka beinan þátt í sýningunni. Útkoman er góð sýning sem kennir með leik og er fyrirmyndardæmi um góða gagnvirkni. Skemmtilegt samspil stafrænnar útsetningar við raunveruleikann.“

Eldheima-hönnuðir Gagaríns eru þau Kristín Eva Ólafsdóttir, Jónmundur Gíslason, Michael Tran, Magnús Elvar Jónsson, Nils Wiberg og Jonas Braier.

Enn ein rósin í hnappagat Vestmannaeyja vegna Eldheima.

gagarin_2015

Kristín, Nils, Magnús og Jonni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.