Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Vegagerðin svarar ekki

13.Mars'15 | 09:05

Sveinn Valgeirsson varpaði fram í síðari grein sinni nokkrum skýrum spurningum er varða samgöngur á sjó á milli lands og Eyja. Greinin er málefnaleg líkt og fyrri grein Sveins um sama mál.

Undirritaður sendi tölvupóst á forstjóra Vegagerðarinnar, Hrein Haraldsson. Auk þess fékk Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs afrit af póstinum. Pósturinn til þeirra birtist hér í heild sinni:

Heill og sæll, Hreinn


Hér fyrir neðan er slóð á grein Sveins Valgeirssonar, skipstjóra á Lóðsinum í Vestmannaeyjum. Þetta er önnur greinin sem hann skrifar á skömmum tíma um stöðu Landeyjahafnar.

Í greininni eru nokkrar spurningar sem beinast að stofnuninni sem þú veitir forstöðu, sem gott væri að fá svör við.

http://eyjar.net/read/2015-03-06/enn-vantar-skyr-svor/


Bestu kveðjur!
Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri Eyjar.net

 

Svar barst síðdegis á miðvikudag og er birt hér orðrétt:

Sæll Tryggvi

Þakka þér fyrir þetta.  Ég var beðinn um að svara þessu en fékk frjálsar hendur um hvernig.

Ég hef fylgt þeirri stefnu að svara bara einu sinni en ekki að standa í ritdeilum.   


Sigurður Áss Grétarsson
Framkvæmdarstjóri siglingasviðs

 

Svo mörg voru þau orð frá Vegagerðinni, sem hefur þennan mikilvæga málaflokk á sinni könnu. Ljóst er að í grein Sveins er mörgum spurningum ósvarað. Þær settar fram á skýrann hátt.

Það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að embættismaður í vinnu hjá ríkisstofnun skuli senda skattborgurum svona sneið og koma sér undan því að svara spurningum frá aðila sem þekkir höfnina vel. Þá er rétt að rifja upp skoðanakönnun MMR. Þar er traust bæjarbúa á Vegagerðina með lakara móti.

Til þess að fá svör við spurningunum koma þær fram hér, þar sem undirritaður hefur ekki áður fengið opinberilega svar frá framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar og því eiga hans rök ekki lengur við.

 

 • Var aldrei kannað að sigla módeli í líkani Siglingastofnunnar í SA og SV öldu ?
 • Útskýrið fyrir þeim sem orðið hafa fyrir foktjóni á hversvegna bílastæðin eru fyrir utan uppgræðslu á svæðinu og þá er það frá?
 • Svarið því hvort farið hafi verið eftir tillögum sérfræðinga um endurbætur á Herjólfi? Ef ekki þá hver tók þá ákvörðun og hversvegna?
 • Útskýrið fyrir okkur hvernig nýja „ litla ferjan“ kemur til með að mæta spá Vegagerðarinnar um fjölgun á farþegum á næstu árum?
 • Útskýrið fyrir okkur hvernig Siglingastofnun komst að þeirri niðurstöðu að viðmiðunaralda væri 3,6m kennialda eftir einungis tvær ferðir Baldurs í Landeyjahöfn við þær aðstæður ? Það hefur ekkert skip silgt þar aftur við þær aðstæður ?
 • Af hverju berst ekki svar frá smíðanefnd um hvort hægt sé að búa til öldur líkt og þeim sem myndast á rifinu utan Landeyjahafnar og siglt líkaninu við þær aðstæður í  force hermum einnig í 240m löngum öldutanki þar sem líkanið af nýju ferjunni er í prófunum?
 • Hefur líkanið verið prófað við 3.5m kenniöldu í aðstæðum eins og á rifinu eða bara við aðstæður eins og fyrir utan rifið?
 • Er lýsing fulltrúa smíðanefndar á ferð með Baldri  í september síðastliðinn dæmigerð fyrir ransóknarvinnu nefndarinnar?
 • Er það ásættanlegt að mati smíðanefndar að Vestmanneyingar verði í 6 til 10 manna klefum í nýju ferjunni, þegar farið verður til Þorlákshafnar(svipað og almenningur í núverandi skipi)?
 • Er það ásættanlegt að nýsmíðin kemur ekki til með að uppfylla spá Vegagerðarinnar um fjölgun farþega á komandi árum?
 • Af hverju hafa smíðanefndin og fulltrúar Vegagerðarinar ekki gert rannsóknir á öldufari við Landeyjahöfn?

 

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Ritstjóri Eyjar.net

 

Fleiri greinar frá höfundi:

Íbúalýðræði

Nýr vefur á gömlum grunni

Þökkum frábærar viðtökur

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).