Upphlaupið í janúar

10.Mars'15 | 14:59

Í janúar sl. ákvað Vegagerðin að nú skildi dýpka Landeyjahöfn. Ekki dugði minna til en þrjú dýpkunarskip. Fyrst fór Dísan, en ekki vildi betur til en svo að skipið varð fyrir tjóni á svæðinu og þurfti því frá að hverfa. Í kjölfarið var bæði Perlunni og Sóley stefnt í höfnina til að dýpka.

En spurningin er - hvers vegna þessi hamagangur í janúar?

Var einhver að reikna með því að siglt yrði í Landeyjahöfn í janúar eða febrúar?

Nú, tæpum tveimur mánuðum síðar - er ekki enn farið að sigla í Landeyjahöfn og raunar ekki verið dýpkað þar, síðan í janúar.

Nú spyrja margir, hvað þetta upphlaup í janúar kostaði - og hvort þessir fjármunir hefðu ekki nýst betur í t.d niðurgreiðslu farseðla milli lands og Eyja, sem kosta jú orðið sitt?

 

Tengd frétt frá 2012.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).