Vilja spila heimaleik á Þjóðhátíð

9.Mars'15 | 16:12

Áhorfendamet var slegið þegar leikið var á Þjóðhátíð.

Forráðamenn ÍBV vilja að leikur liðsins gegn Fylki í 14. umferð Pepsi-deildarinnar fari fram um Verslunarmannahelgina. Leikurinn á að fara fram miðvikudaginn 5. ágúst en Eyjamenn vilja flýta honum og spila á sama tíma og Þjóðhátíð fer fram í Eyjum.

,,Við sendum tillögu á Fylki daginn sem var dregið í töfluröð og þeir ætluðu að skoða þetta," sagði Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ekki er hlaupið að því að gera breytinguna því að ef ÍBV eða Fylkir komast í undanúrslit Borgunarbikarsins eiga þau leik rétt fyrir Verslunarmannahelgi. Því er ekki hægt að ákveða strax að hafa leik ÍBV og Fylkis um Verslunarmannahelgi.

Árið 2013 mættu rúmlega 3000 áhorfendur á Hásteinsvell á leik FH og ÍBV sem fór fram á laugardegi á Þjóðhátíð.

Í fyrra voru hugmyndir uppi um að spila aftur um Verslunarmannahelgi en þá þurftu ÍBV og Fylkir að skipta á heimaleikjum um vorið vegna vallaraðstæðna og því mættust liðin í Árbænum í ágúst en ekki í Eyjum.

Óskar segir að það sé mikill vilji hjá ÍBV að spila aftur um Verslunarmannahelgina. ,,Er ekki verið að reyna að reyna að auka fjölda áhorfenda? Við náðum 3000 síðast og með réttu skipulagi getum við farið hærra," sagði Óskar.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%