Hollenskur leikmaður semur við ÍBV

9.Mars'15 | 13:04

Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við hollenska leikmanninn Mees Junior Siers. Hann er 27 ára og lék síðast með danska
úrvalsdeildarliðinu Sönderjyske. Mees kom til reynslu hjá ÍBV fyrir stuttu síðan og kom þá skýrt í ljós að þar er á ferð kraftmikill og öflugur leikmaður.

Mees á að baki yfir 100 leiki í hollensku 1. deildinni með félögunum AGOVV Apeldoorn og Helmond Sport.  Hann á einnig að baki landsleiki með yngri landsliðum Hollands. Mees getur bæði leikið í stöðu bakvarðar sem og á miðsvæðinu, en er aðallega hugsaður sem miðjumaður hjá ÍBV.
 
Mees verður mikilvægur hlekkur í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að byggja upp öflugt lið ÍBV, sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár.  Markmið félagsins og Jóhannesar Harðarsonar þjálfara liðsins, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.  

Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, taki vel á móti Mees og hann muni upplifa sanna Eyjastemmingu á leikjum ÍBV ,segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).