Bæjarráð Vestmannaeyja:

Minnir á mikilvægi innanlandsflugs

7.Mars'15 | 13:44
RVK_flugvollur_Sturla Sn

Mynd: Sturla Snorrason

Bæjarráð fjallaði um í vikunni mikilvægi innanlandsflugs og um aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni, sem sagt er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Þá hvetur ráðið einnig til þess að framkvæmdir við nýtt sjúkrahús sem ætlað er að þjónusta landið allt hefjist ekki fyrr en tryggð er framtíðarsýn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu.

Bókun bæjarráðs um málið  heild sinni:

Innanlandsflugvöllur í Reykjavík
Staðsetning innanlandsflugvallar
Bæjarráð Vestmannaeyja minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir þær kröfur sem fram hafa komið um að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar lokatillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.

Þá hvetur Bæjarráð Vestmannaeyja einnig til þess að framkvæmdir við nýtt sjúkrahús sem ætlað er að þjónusta landið allt hefjist ekki fyrr en tryggð er framtíðarsýn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Öllum má enda ljóst vera að nýtt landssjúkrahús þarf að vera reist í nábýli við framtíðarflugvallarsvæði.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is