Bæjarráð Vestmannaeyja:

Minnir á mikilvægi innanlandsflugs

7.Mars'15 | 13:44
RVK_flugvollur_Sturla Sn

Mynd: Sturla Snorrason

Bæjarráð fjallaði um í vikunni mikilvægi innanlandsflugs og um aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni, sem sagt er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Þá hvetur ráðið einnig til þess að framkvæmdir við nýtt sjúkrahús sem ætlað er að þjónusta landið allt hefjist ekki fyrr en tryggð er framtíðarsýn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu.

Bókun bæjarráðs um málið  heild sinni:

Innanlandsflugvöllur í Reykjavík
Staðsetning innanlandsflugvallar
Bæjarráð Vestmannaeyja minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir þær kröfur sem fram hafa komið um að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar lokatillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.

Þá hvetur Bæjarráð Vestmannaeyja einnig til þess að framkvæmdir við nýtt sjúkrahús sem ætlað er að þjónusta landið allt hefjist ekki fyrr en tryggð er framtíðarsýn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Öllum má enda ljóst vera að nýtt landssjúkrahús þarf að vera reist í nábýli við framtíðarflugvallarsvæði.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).