Ég nýt þess að vinna með ung­um leik­mönn­um

7.Mars'15 | 13:07

Erl­ing­ur Rich­ards­son seg­ist ekki hafa í hyggju að gera nein­ar stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar þegar hann taki við þjálf­un þýska hand­knatt­leiksliðsins Füch­se Berlín í sum­ar af Degi Sig­urðssyni.

Erl­ing­ur er þjálf­ari West Wien í Aust­ur­ríki og seg­ir að margt sé líkt með hug­mynda­fræðinni sem unnið sé eft­ir hjá fé­lög­un­um tveim­ur.

Ég mun ekki velta við hverj­um steini hérna,“ sagði Erl­ing­ur við þýska fjöl­miðla í tveggja daga heim­sókn sinni til Berlín­ar. „Ég nýt þess að vinna með ung­um leik­mönn­um og hjálpa þeim að þró­ast,“ bætti hann við.

Dag­ur er tek­inn við þýska landsliðinu eins og alþjóð veit og mun al­farið ein­beita sér að því starfi frá og með sumr­inu. Hann tek­ur und­ir að ekki verði nein­ar stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar með til­komu Erl­ings:

Það hafa all­ir þjálf­ar­ar sinn stíl en hann mun ekki standa fyr­ir neinni bylt­ingu hérna.

 

Mbl.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.