Mikið álag á raforkukerfinu

Vegna vertíðarinnar

6.Mars'15 | 16:10

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá bæjarbúum, að rafmagn hefur verið að slá út af öllum bænum uppá síðkastið. Eyjar.net grenslaðist fyrir um málið hjá HS veitum. Ívar Atlason, forstöðumaðu tæknideildar sagði að ástæðan væri bullandi vertíð og allt í botn keyrslu.

,,Álagið var það mikið á raforkukerfinu að bæjarspennirinn sló út í tvígang.  Það sem við erum að gera núna, til að minnka álagið á spenninn, er að við keyrum ljósavélar með. Vonandi dugar það til að þetta gerist ekki aftur".

,,Til upplýsinga, get ég sagt frá því, að seinni part árs verður farið í framkvæmdir upp í kyndistöð, þar sem nýr stór spennir er.  Við ætlum að færa hluta af álaginu á spenninum hér á Tangagötu 1 og færa yfir á spenninn upp í kyndistöð.  Þannig á næstu loðnuvertíð á þetta ekki að koma fyrir aftur" sagði Ívar.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.