Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum skrifar:

Enn vantar skýr svör

6.Mars'15 | 10:30

Ég er ekki með Landeyjahöfn á heilanum. En á erfitt með að sætta mig við það að opinberir starfsmenn og eða kjörnir fulltrúar svari ekki spurningum sem berast frá almenningi varðandi Landeyjahöfn?

 • Til dæmis spurningin. Var aldrei kannað að sigla módeli í líkani Siglingastofnunnar í SA og SV öldu ?

Það væri einfalt fyrir stofnunina að birta niðurstöðu af siglingu á módelinu í 3,7 metra SA og SV kenniöldu og taka sem dæmi hæstu öldu við þær aðstæður sem er 6 metrar . Birtið niðurstöðurnar og upplýsið málið!

Birtið niðurstöður straummælinga við Bakkafjöru árið 2006 og afgreiðið málið!

 

 • Útskýrið fyrir þeim sem orðið hafa fyrir foktjóni á hversvegna bílastæðin eru fyrir utan uppgræðslu á svæðinu og þá er það frá?
 • Svarið því hvort farið hafi verið eftir tillögum sérfræðinga um endurbætur á Herjólfi? Ef ekki þá hver tók þá ákvörðun og hversvegna?
 • Útskýrið fyrir okkur hvernig nýja „ litla ferjan“ kemur til með að mæta spá Vegagerðarinnar um fjölgun á farþegum á næstu árum?
 • Útskýrið fyrir okkur hvernig Siglingastofnun komst að þeirri niðurstöðu að viðmiðunaralda væri 3,6m kennialda eftir einungis tvær ferðir Baldurs í Landeyjahöfn við þær aðstæður ? Það hefur ekkert skip silgt þar aftur við þær aðstæður ?
 • Af hverju berst ekki svar frá smíðanefnd um hvort hægt sé að búa til öldur líkt og þeim sem myndast á rifinu utan Landeyjahafnar og siglt líkaninu við þær aðstæður í  force hermum einnig í 240m löngum öldutanki þar sem líkanið af nýju ferjunni er í prófunum?
 • Hefur líkanið verið prófað við 3.5m kenniöldu í aðstæðum eins og á rifinu eða bara við aðstæður eins og fyrir utan rifið?
 • Er lýsing fulltrúa smíðanefndar á ferð með Baldri  í september síðastliðinn dæmigerð fyrir ransóknarvinnu nefndarinnar?
 • Er það ásættanlegt að mati smíðanefndar að Vestmanneyingar verði í 6 til 10 manna klefum í nýju ferjunni, þegar farið verður til Þorlákshafnar(svipað og almenningur í núverandi skipi)?
 • Er það ásættanlegt að nýsmíðin kemur ekki til með að uppfylla spá Vegagerðarinnar um fjölgun farþega á komandi árum?
 • Af hverju hafa smíðanefndin og fulltrúar Vegagerðarinar ekki gert rannsóknir á öldufari við Landeyjahöfn?

 

Hvernig væri að stofnunin birti niðurstöður þessara prófanna, ef þær hafa á annað borð verið gerðar og svari þessum spurningum ásamt öðrum.  Þær brenna ekki bara á mér, einnig á stórum hluta bæjarbúa. Nýleg könnun Eyjar.net staðfestir vantraust íbúa á stofnanir og lausnir þeirra í samgöngumálum.

 

 • Af hverju svara  bæjarfulltrúar ekki því hvað þeir eiga við með að gera kröfu um að tryggja að gamli Herjólfur verði til taks í að minnsta kosti 2 ár eftir komu litlu ferjunnar? Vantreysta þeir nýsmíðinni?
 •  Er þá ætlunin að nýta gamla skipið ef nýsmíðin virkar ekki?

 

Bókun bæjarráðs

Það kemur fram í grein minni 12. Febrúar sl. að ég telji að Vestmannaeyingar eigi rétt á upplýstri umræðu um Landeyjarhöfn. Þau svör og viðbrögð við greininni gefa ekki tilefni til að álykta að áhugi sé fyrir því.

Svör Vegagerðarinnar eru að vísa í persónulegt svar Gísla Viggóssonar til Elliða Vignissonar bæjarstjóra frá maí 2007 við grein minni sama ár, sem ekki fékkst leyfi til að birta opinberlega þá né athugasemdum mínum við því.

Á fundi bæjarráðs frá 17. febrúar sl. er þess krafist að fá svör við því hvort ekki hafi virkilega verið gerðar straummælingar við hafnarstæði Landeyjahafnar og hvort ekki hafi verið gerðar rannsóknir á öldufari þar?

Það er vel, en furðu sætir að bæjarstjóri upplýsti bæjarráð á þessum fundi um að það væri búið að svara skipstjóra Lóðsins þessum spurningum og dró fram því til stuðnings 8 ára gamalt persónulegt svar frá Gísla Viggóssyni án þess að láta fylgja með athugasemdir mínar við þessu sama svari sem hann hafði líka!

Er þetta upplýsandi umræða og er leitast við að láta aðila njóta sannmælis eða sitja við sama borð?

Það skrítna við þetta er að bæjarráð lét bókunina standa óbreytta, þrátt fyrir að menn þættust hafa svarið við hendina.

Ég lýsi hér með vilja mínum til að hitta bærjarráð og fá tækifæri til að fara yfir greinagerð Gísla Viggóssonar og andsvar mitt sem og greinar mínar frá apríl 2007 og febrúar 2015.

Með von um upplýsta umræðu og að dreginn verði lærdómur af fenginni reynslu af því að notast við tæki og aðferðir sem ekki koma heim og saman við aðstæður við Landeyjahöfn.

 

Stöldrum við

Stöldrum við og gefum okkur tíma til að skoða málið vel áður en ráðist verður í nýsmíði á lítilli ferju, sem ekki kemur til með að uppfylla lágmarks kröfur um þægindi farþega og fyrirséð að ferjan  kemur ekki til með að uppfylla spá Vegagerðarinnar um fjölgun farþega á komandi árum, einnig eru miklar efasemdir um að skipið komi til með að sigla í Landeyjahöfn allt árið.

Að endingu langar mig að benda á grein Páls J. Pálssonar  alþingismans og skipstjóra í Fréttum 25. Febrúar sl. Sérstaklega þar sem hann talar um stór og lítil skip og bendir hann á að Vestmanneyingar ættu að anda með nefinu og ekki flana út í óvissuna með nýsmíði og varnaðar orðum hans með að taka öllum fullyrðingum sérfræðinga sem hinum stóra sannleik.

 

Sveinn R. Valgeirsson.

Skipstjóri á Lóðsinum.

 

Fyrri grein Sveins.

Svar Sigurðar Áss Grétarssonar.

Bókun bæjarráðs um málið.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected]r.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).