Jórunn Einarsdóttir um skoðanakönnun MMR:

Áhyggjuefni hversu fáir treysta Innanríkisráðuneytinu og Vegagerðinni

- Þann trúnað mun verða erfitt að vinna aftur

6.Mars'15 | 07:15

Við höldum áfram að leita viðbragða hjá kjörnum fulltrúum vegna skoðanakönnunar MMR um sjósamgöngur sem birt var á dögunum hér á Eyjar.net. Í gær var rætt við bæjarstjóra og nú birtum við viðbrögð oddvita minnihlutans, Jórunnar Einarsdóttur.
 

Það sem vekur auðvitað athygli er hversu margir bera mikið traust til bæjarstjórnar þegar kemur að framtíðarskipulagningu samgöngumála. Það er ánægjulegt. Að sama skapi hlýtur það að vera áhyggjuefni hversu fáir treysta þeim sem raunverulega hafa verkefnið á sinni könnu þ.e. Innanríkissráðuneytinu og Vegagerðinni. Þann trúnað mun verða erfitt að vinna aftur. 

Í skoðanakönnunni má sjá nokkuð afgerandi niðurstöðu þess efnis að flestir vilja að hönnun nýrrar ferju taki mið af aukinni flutningsþörf og að hægt verði að sigla bæði til Þorlákshafnar og Landeyjahafnar.  Þessi niðurstaða virðist vera í fullu samræmi við niðurstöður spurningarinnar um það hvort Landeyjahöfn muni í framtíðinni ná að þjóna sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring?

Niðurstöður þeirrar spurningar sýna svo ekki verður um villst að fólk hefur litla trú á að Landeyjahöfn verði sú framtíðarsamgöngubót sem henni var ætlað að vera.  

Niðurstöðurnar eru svona fljótt á litið í samræmi við þá umræðu sem ég verð vör við í bænum. Þannig að það er fátt sem kemur sérstaklega á óvart.  Fólk hefur efasemdir um Landeyjahöfn sem heilshárshöfn og hefur því miður ekki trú á því að nýtt skip muni bæta samgöngur hér á milli og það er áhyggjuefni. Ef við trúum ekki á verkefnið sjálf, hver á þá að gera það? 

Könnunin virðist vel unnin, úrtakið hæfilegt þó svarhlutfall hefði kannski mátt vera hærra. Það verður vafalaust hægt að nýta þessar niðurstöður til áframhaldandi vinnu við samgöngur við Vestmannaeyjar, sagði Jórunn að lokum.

 

Hér má sjá umrædda könnun.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).