Jórunn Einarsdóttir um skoðanakönnun MMR:

Áhyggjuefni hversu fáir treysta Innanríkisráðuneytinu og Vegagerðinni

- Þann trúnað mun verða erfitt að vinna aftur

6.Mars'15 | 07:15

Við höldum áfram að leita viðbragða hjá kjörnum fulltrúum vegna skoðanakönnunar MMR um sjósamgöngur sem birt var á dögunum hér á Eyjar.net. Í gær var rætt við bæjarstjóra og nú birtum við viðbrögð oddvita minnihlutans, Jórunnar Einarsdóttur.
 

Það sem vekur auðvitað athygli er hversu margir bera mikið traust til bæjarstjórnar þegar kemur að framtíðarskipulagningu samgöngumála. Það er ánægjulegt. Að sama skapi hlýtur það að vera áhyggjuefni hversu fáir treysta þeim sem raunverulega hafa verkefnið á sinni könnu þ.e. Innanríkissráðuneytinu og Vegagerðinni. Þann trúnað mun verða erfitt að vinna aftur. 

Í skoðanakönnunni má sjá nokkuð afgerandi niðurstöðu þess efnis að flestir vilja að hönnun nýrrar ferju taki mið af aukinni flutningsþörf og að hægt verði að sigla bæði til Þorlákshafnar og Landeyjahafnar.  Þessi niðurstaða virðist vera í fullu samræmi við niðurstöður spurningarinnar um það hvort Landeyjahöfn muni í framtíðinni ná að þjóna sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring?

Niðurstöður þeirrar spurningar sýna svo ekki verður um villst að fólk hefur litla trú á að Landeyjahöfn verði sú framtíðarsamgöngubót sem henni var ætlað að vera.  

Niðurstöðurnar eru svona fljótt á litið í samræmi við þá umræðu sem ég verð vör við í bænum. Þannig að það er fátt sem kemur sérstaklega á óvart.  Fólk hefur efasemdir um Landeyjahöfn sem heilshárshöfn og hefur því miður ekki trú á því að nýtt skip muni bæta samgöngur hér á milli og það er áhyggjuefni. Ef við trúum ekki á verkefnið sjálf, hver á þá að gera það? 

Könnunin virðist vel unnin, úrtakið hæfilegt þó svarhlutfall hefði kannski mátt vera hærra. Það verður vafalaust hægt að nýta þessar niðurstöður til áframhaldandi vinnu við samgöngur við Vestmannaeyjar, sagði Jórunn að lokum.

 

Hér má sjá umrædda könnun.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.