Breytingar á sumarlokun leikskólanna

5.Mars'15 | 08:41

Á síðasta fundi fræðsluráðs var tekið fyrir bréf frá formönnum foreldrafélaga leikskólanna. Þar er óskað eftir að sumarlokun leikskólans færist til um eina viku og verði frá 17. júlí til og með 14. ágúst. Ráðið samþykkti að breyta sumarlokuninni.

 

Bókun ráðsins:

Breytingar á sumarlokun leikskólanna
Bréf frá formönnum foreldrafélaga leikskólanna.

Óskað er eftir að sumarlokun leikskólans færist til um eina viku og verði frá 17. júlí til og með 14. ágúst (skólarnir opni aftur 17. ágúst). Rök eru færð fyrir því að líklegt sé að færri börn fædd 2009 þurfi að koma aftur í leikskólann áður en þau hefja grunnskólanám. Gerðar hafa verið kannanir meðal foreldra leikskólabarna varðandi framangreinda ósk, þar var niðurstaðan afgerandi, foreldrar voru fylgjandi breytingunni. Ráðið samþykkir að breyta sumarlokuninni og hvetur leikskólana til að kynna fyrirhugaða breytingu vel innan síns skóla.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is