Ætla að bæta árangur nemenda

5.Mars'15 | 06:31

Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur í Vestmannaeyjum hyggjast vinna að samkomulagi um áherslur í skólamálum næstu árin. Leggja á megináherslu á að bæta árangur í læsi og stærðfræði, að sögn Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa.

"Markmiðið er að verða meðal þeirra fremstu í landinu hvað varðar vellíðan, færni og árangur. Þetta er ekki beint stefna, heldur sýn á það sem við viljum að gerist."

Að sögn Ernu verður sjónum beint að því að gagnvirkt samstarf verði milli allra skólastiga og milli skóla og heimila. Jafnframt á íhlutun að vera snemmtæk þegar með þarf með stuðningi og hvatningu. Vinna á markvisst að þessum málum fram til ársins 2018. "Við gerum það auðvitað með aðalnámskrá grunnskóla að leiðarljósi," tekur Erna fram. "Okkur finnst við ekki hafa verið að ná nógu góðum árangri í könnunum þegar skólar hafa verið bornir saman. Við viljum að allir í samfélaginu vinni að sama markmiði," bætir hún við, í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.