Ætla að bæta árangur nemenda

5.Mars'15 | 06:31

Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur í Vestmannaeyjum hyggjast vinna að samkomulagi um áherslur í skólamálum næstu árin. Leggja á megináherslu á að bæta árangur í læsi og stærðfræði, að sögn Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa.

"Markmiðið er að verða meðal þeirra fremstu í landinu hvað varðar vellíðan, færni og árangur. Þetta er ekki beint stefna, heldur sýn á það sem við viljum að gerist."

Að sögn Ernu verður sjónum beint að því að gagnvirkt samstarf verði milli allra skólastiga og milli skóla og heimila. Jafnframt á íhlutun að vera snemmtæk þegar með þarf með stuðningi og hvatningu. Vinna á markvisst að þessum málum fram til ársins 2018. "Við gerum það auðvitað með aðalnámskrá grunnskóla að leiðarljósi," tekur Erna fram. "Okkur finnst við ekki hafa verið að ná nógu góðum árangri í könnunum þegar skólar hafa verið bornir saman. Við viljum að allir í samfélaginu vinni að sama markmiði," bætir hún við, í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.