Umhverfis-og skipulagsráð:

Gámafélaginu synjað um lóð við Ofanleiti

3.Mars'15 | 09:11

Umhverfis-og skipulagsráð synjaði erindi Íslenska Gámafélagsins um iðnaðarlóð fyrir starfssemi fyrirtækisins á athafnasvæði við Ofanleiti, þar sem umsóknin rúmast ekki fyllilega innan skipulags svæðisins. Afstaða ráðsins er sú að ákjósanlegast sé að öll sorpflokkun í Vestmannaeyjum sé á sama svæðinu eða amk. á samliggjandi svæðum, sé þess nokkur kostur, segir í bókun ráðsins.

Bókun ráðsins:

Ofanleiti. Umsókn um lóð
Tekið fyrir að nýju erindi Íslenska Gámafélagsins sem óska eftir athafnalóð fyrir starfssemi fyrirtækisins á iðnaðarsvæði við Ofanleiti.
 
Umhverfis-og skipulagsráð synjar erindi Íslenska Gámafélagsins um iðnaðarlóð fyrir starfssemi fyrirtækisins á athafnasvæði við Ofanleiti, enda rúmast umsóknin ekki fyllilega innan skipulags svæðisins. Þá er afstaða ráðsins sú að ákjósanlegast sé að öll sorpflokkun í Vestmannaeyjum sé á sama svæðinu eða amk. á samliggjandi svæðum, sé þess nokkur kostur. Ráðið felur framkvæmdastjóra sviðsins og byggingarfulltrúa að vinna með umsækjendum að því að finna ákjósanlegri lóð undir þeirra starfsemi.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.