Tvö hundruð Eyjamenn á leið í land

28.Febrúar'15 | 09:50

Fjöldi Eyjamanna leggur í dag á sig sex tíma siglingu með Herjólfi til Þorlákshafnar og til baka, til að styðja við sína menn í bikarúrslitaleik í handknattleik. Að leik loknum fylgir fólkið svo liðinu aftur til Eyja með ferjunni. Hvort það verði gleðisigling ræðst seinnipartinn.

Bryggjan í Vestmannaeyjum var sneisafull af bílum nú í morgunsárið, sem er ekki daglegt brauð á laugardagsmorgnum. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Herjólfs voru þangað komnir hátt í tvö hundruð Eyjamenn sem ætluðu með Herjólfi til Þorlákshafnar, en Eimskip hafði boðið öllum sem vildu ókeypis siglingu í tilefni dagsins. Í Þorlákshöfn bíða fólksins rútur á vegum ÍBV sem flytja fólkið í Laugardalshöllina, þar sem  Eyjamenn mæta FH-ingum í bikarúrslitaleik í handknattleik. Mikil stemning var í Eyjum eftir sigur ÍBV á Haukum í gærkvöld, en leikurinn fór 23-21. Fyrr um daginn hafði FH komist í úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Val 44-40 í háspennuleik í Laugardalshöll. 

Eyjamennirnir tvö hundruð fylgja svo liðinu aftur til baka með Herjólfi í kvöld og ræðst líklega af úrslitum leiksins hver stemningin verður á siglingunni. Leikurinn fer fram klukkan fjögur og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

 

Ruv.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).