Fær ekki áfall yfir velgengninni

27.Febrúar'15 | 06:18

Einn af sigurvegurum Íslensku tónlistarverðlaunanna sem veitt voru um síðustu helgi var söngvarinn Júníus Meyvant. Hann var bæði valinn besti nýliðinn í flokknum popp og rokk auk þess sem lag hans, Color Decay, var valið lag ársins í flokknum popp.

Þrátt fyrir miklar vinsældir lagsins, en það komst meðal annars á topp vinsældalista Rásar 2 síðasta sumar, er Júníus tiltölulega óþekktur hér á landi enda á hann eftir að gefa út sína fyrstu plötu.

Júníus, sem heitir reyndar réttu nafni Unnar Gísli Sigurmundsson, fæddist í Vestmannaeyjum árið 1982 og verður því 33 ára í haust. Hann segist hafa byrjað seint að fikta við tónlist enda áttu myndlist og hjólabretti hug hans allan fram að því. "Fyrsta hljómsveitin sem ég var í hét Jack London og innihélt hún aðra góða drengi. Við spiluðum einhvers konar rokk en ég bjó í Reykjavík á þeim árum. Leiðir okkur skildi þegar ég flutti til Vestmannaeyja og þá tók tónlistin allt aðra stefnu. Þá var ég orðinn einn og hóf að semja tónlist sem ég sjálfur vildi gera."

 

Nánar er rætt við Júníus í blaðinu Fólk - sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.