Skoðanakönnun MMR:

Einungis 1 af hverjum 10 ber traust til ráðuneytis

Til ákvörðunartöku um framtíðarskipulag sjósamgangna milli lands og Eyja

25.Febrúar'15 | 07:13

Tíunda og síðasta spurningin í skoðanakönnun MMR sýnir að einungis 10% Eyjamanna ber mikið eða frekar mikið traust til Innanríkisráðuneytisins og þar af ekki nema 0,6% sem ber mikið traust til ráðuneytisins í ákvörðunartöku um framtíðarskipulag sjósamgangna milli lands og Eyja.

Alls eru 64% sem ber lítið eða mjög lítið traust til ráðuneytisins, en tæp 26% svarenda sögðu ,,hvorki né". Ef horft er á svörin eftir aldri má greina að flestir eru í yngsta aldurhópnum sem ekki taka afstöðu eða 37,2%. Flestir sem taka afstöðu eru í hópnum 50 ára og eldri.

 

Byrjað var að spyrja út í núverandi ástand, því næst um framtíðarhorfur og að endingu var spurt um traust bæjarbúa á ýmsa aðila sem tengjast samgöngumálum milli lands og Eyja.

 

Aðferð Símakönnun
Úrtak: Íbúar Vestmanneyja 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr þjóðskrá
Fjöldi í úrtaki: 500
Svarfjöldi: 318
Svarhlutfall: 63,6%

 

Vogtölur: Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns og aldurs svarenda í þýði (Þjóðskrá).

Sjá vogtölur fyrir kyn og aldur í meðfylgandi töflu:

Vogtölur eftir kyni og aldri

                  Karl   Kona
18-29 ára   0,94   1,68
30-49 ára   1,47   0,95
50-80 ára   0,90   0,82

Spurning 1

Spurning 2

Spurning 3

Spurning 4

Spurning 5

Spurning 6

Spurning 7

Spurning 8

Spurning 9

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.