Skoðanakönnun MMR:
Lítið traust á Vegagerðina
- Meðal Eyjamanna
24.Febrúar'15 | 09:26Aðeins 13,7% Eyjamanna bera mikið eða frekar mikið traust til Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun MMR sem unnin var fyrr í þessum mánuði fyrir Eyjar.net. Tæp 68% bera lítið eða mjög lítið traust til Vegagerðarinnar - er kemur að sjósamgöngum milli lands og Vestmannaeyja.
Áberandi er ef litið er á aldurskiptinguna að yngsti hópurinn (18-29 ára) sker sig nokkuð úr - sér í lagi í svörun á mjög lítið traust. Þar eru rúm 10% sem bera mjög lítið traust til Vegagerðarinnar á meðan hóparnir þar fyrir ofan eru með 40-46,4%.
Eftir hádegi verður áfram haldið að birta niðurstöður. Spurningin sem við fáum svör við þá er:
Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila til að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag
sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja?
- Bæjarstjórn Vestmannaeyja
Aðferð Símakönnun
Úrtak: Íbúar Vestmanneyja 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr þjóðskrá
Fjöldi í úrtaki: 500
Svarfjöldi: 318
Svarhlutfall: 63,6%
Vogtölur: Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns og aldurs svarenda í þýði (Þjóðskrá).
Sjá vogtölur fyrir kyn og aldur í meðfylgandi töflu:
Vogtölur eftir kyni og aldri
Karl Kona
18-29 ára 0,94 1,68
30-49 ára 1,47 0,95
50-80 ára 0,90 0,82

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).