Gefur andvirði málverks til styrktar Heiðu

24.Febrúar'15 | 13:06

Aldís Gunnarsdóttir, listmálari og Eyjamær er búsett ásamt fjölskyldu í Noregi. Henni varð svo um, við umfjöllun Kastljóss í gær, þar sem rætt var við Bjarnheiði Hannesdóttur og Snorra Hreiðarsson að hún ákvað að láta ekki sitt eftir liggja og gefur söluverð af málverki sínu til fjölskyldunnar.

Facebook-færsla Aldísar:

Í dag ætla ég að gera nokkuð sem ég hef ekki gert áður með olíumálverk. Eftir að hafa horft á Kastljósið í gær á viðtalið við hjónin Bjarnheiður Hannesdóttir og Snorri Hreiðarsson þá langar mig til að leggja málefninu lið og hafa uppboð á olíumálverki eftir sjálfa mig. Verkið er þó nokkuð stórt (mig minnir að málin séu 80 sinnum 120) og málað á mdf plötu. Ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til þeirra hjóna og nýtist vonandi í ferð þeirra til Indlands í stofnfrumuskipti. Mig langar að hefja uppboðið í 50.000 ISK. Viljið þið vera svo væn að deila fyrir mig.

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.