Gefur andvirði málverks til styrktar Heiðu

24.Febrúar'15 | 13:06

Aldís Gunnarsdóttir, listmálari og Eyjamær er búsett ásamt fjölskyldu í Noregi. Henni varð svo um, við umfjöllun Kastljóss í gær, þar sem rætt var við Bjarnheiði Hannesdóttur og Snorra Hreiðarsson að hún ákvað að láta ekki sitt eftir liggja og gefur söluverð af málverki sínu til fjölskyldunnar.

Facebook-færsla Aldísar:

Í dag ætla ég að gera nokkuð sem ég hef ekki gert áður með olíumálverk. Eftir að hafa horft á Kastljósið í gær á viðtalið við hjónin Bjarnheiður Hannesdóttir og Snorri Hreiðarsson þá langar mig til að leggja málefninu lið og hafa uppboð á olíumálverki eftir sjálfa mig. Verkið er þó nokkuð stórt (mig minnir að málin séu 80 sinnum 120) og málað á mdf plötu. Ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til þeirra hjóna og nýtist vonandi í ferð þeirra til Indlands í stofnfrumuskipti. Mig langar að hefja uppboðið í 50.000 ISK. Viljið þið vera svo væn að deila fyrir mig.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is