Dagbók lögreglunnar:

15 beiðnir vegna ófærðar og veðurs

Helstu verkefni frá 16. til 23. febrúar

23.Febrúar'15 | 16:13

Liðin vika var með rólegra móti ef undan er skilin sl. sunnudagur þar sem lögreglan hafði í ýmsu að snúast sökum þess veðurhams sem þá gekk yfir Eyjarnar. 

Alls fékk lögreglan 15 beiðnir frá fólki sem var í vandræðum sem rekja má til ófærðar og veðurs m.a. var tilkynnt um að 40 feta gámur hafi tekist á loft og lokaði veginu út á Eiði, einnig að fiskikör væru að fjúka um þannig að hætta skapaðist af.   

 

Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram en eitthvað var þó um að lögreglan þurfti að aðstoða fólk bæði vegna ófærðar og eins vegna ölvunarástands þess.

Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir liðna viku, í fjórum tilvikum var um ólöglega lagningu ökutækis að ræða og í einu tilviki var um að ræða akstur sviptur ökuréttindum.

Tvö  umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Í öðru tilvikinu var um að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki.  Í hinu tilvikinu var um að ræða árekstur þar sem sá sem tjóninu olli lét sig hverfa af vettvangi án þess að tilkynna um það.  Átti óhappið sér stað þar sem bifreiðin var kyrrstæð fyrir utan Bifreiðaverkstæði Harðar og Matta.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is